Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 45

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 45
Valsblaðið í 50 ár VALS , i3.. ^ BLÁÐIÐ Eftir Þorgrím Þráinsson Eitt það mikilvægasta í starfi hvers félags er að varðveita sögu sína. Til all- rar hamingju hafa menn með miklar hugsjónir og bjarta framtíðarsýn valist til starfa fyrir Knattspyrnufélagið Val allt frá upphafi en það hefur m.a. gert það að verkum að Valsblaðið hefur komið út á hverju ári í 50 ár - með örfáum undántekningum. Sumir vilja meina að jólin hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en Valsblaðinu eru laumað inn um lúguna rétt fyrir hátíðamar. Þá koma sumir sér þægilega fyrir, fletta í gegnum blaðið, rifja upp góða minningar og hugsa til gömlu, góðu daganna - jafnvel með söknuði. Langar jafnvel að verða ungir í annað sinn og upplifa „draum- inn" að nýju. Hafi þeir hinir sömu ekki átt þess kost að fylgjast nægilega vel með starfi Vals geta þeir lesið sér til um hvað var að gerast hjá Val það árið. íslands- og bikannnstarar Vals 1976 .tw 'IS’76 Valsblaðið 33. tbl. 1976 Einn af helstu kostum Valsblaðsins er sá að mikið er lagt upp úr því að varðveita sögu félagsins. Það skiptir máli að hægt sé að fletta því upp hverjir léku fyrir félagið, hverjir vom í stjóm, hver áran- gur flokkanna var, hverjir vom land- sliðsmenn Vals hverju sinni, hveijir þjál- fuðu, hverjir féllu frá og þar fram eftir götunum. Hver kannast ekki við yfirskriftina „Starfíð er margt" og í kjölfarið kemur skýrsla hverrar deildar fyrir sig og skýrsla aðalstjórnar. Vissu- lega má ekki teygja lopann um of því þá missa skýrslumar marks. Undanfarin ár hafa þær stöðugt orðið markvissari og knappari þótt af mörgu sé að taka. Unga fólkinu em gerð góð skil í Valsblaðinu og skiptir miklu máli fyrir félagið að hlusta á sjónarmið þeirra. Hverju er ábó- tavant, em þau sátt við starfið, félagslí- fið, þjálfunin og andann í Val? Sjónarmið Valsmanna, ungra sem aldin- na, eiga að heyrast í Valsblaðinu og ætti hver sem er að geta komið skoðunum sínum á framfæri svo fremi sem þær skjóti ekki yfir markið! Þeim, sem ritstýra blaðinu hverju sinni, BER SKYLDA til að minnast á stof- nanda Vals, séra Friðrik Friðriksson, með einum eða öðmm hætti. Slíkt ætti í raun að vera óþarfi að minnast á. Nánast undantekningarlaust hefur verið viðtal í Valsblaðinu við „gamlan" og dyggan Valsmann sem lék lengi fyrir félagið og hefur verið ötull félagsmaður. Það er mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að læra af reynslu annarra, hlýða á ráðleg- gingar og skynja hvað það skiptir miklu máli að leika með hjartanu - þótt tíðarandinn sé breyttur og peningar séu komnir í spilið. Hvað ungur nemur gamall temur verður, alltaf sígilt. Það er SAGAN og hefðin sem gerir Val að svo sterku félagi sem raun ber vitni - - að Valur lendir ávallt með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir ólgusjó - annað slag- ið. Hins vegar kemur SAGAN að litlu gagni ef menn leggja sig ekki fram um að ná árangri í leik og starfi. Það á að vera hluti af þjálfun ungmenna í Val - að kenna þeim að leika með hjartanu. Slíkt gerist ómeðvitað ef þjálfarar kunna sitt fag og leggja sig fram um að móta góða íþróttamenn - en umfram allt öfluga ein- staklinga sem eru færir í flestan sjó - innan vallar sem utan. Jar-fifjgfcr VaU Jumarii 19$ 9 Valsblaðið 13 tbl. 1959 Ég hef lagt á það ríka áherslu síðustu árin að Valur eigi að varðveita sögu sína - ALLTAF. Það vill svo skemmtilega til að sagan er að gerast NIJNA en slíkt gleymist oft. Það verður ávallt erfitt að grafa upp heimildir og myndir frá þessu ári, eftir 10 ár - ef menn hafa gleymt að varðveita söguna. Að mínu mati á að taka ljósmynd af hverjum einasta kepp- nishópi Vals, skrá nöfn allra á myn- dunum og geyma þær í myndasafni eða öruggum stað. Myndir verða ekki teknar eftir á - þegar hópar hafa sundrast, leik- menn hafa leitað á önnur mið. Hver veit nema við þurfum að „grafa" upp fyrrum leikmenn yngri flokkanna á níunda áratugnum (sem hættu snemma) þegar Valur heldur upp á hundrað ára afmælið árið 2011. Þá er gott að geta gengið í öflugt myndasafn, séð nöfn leikmanna og haft upp á þeim - hver sem tilgangur þess er. Valsblaðið er hluti af hefðinni hjá Val, hluti af því að við viljum vinna vel og marka spor okkar á samtímann. Höfum hugfast að VIÐ ÖLL erum hluti af sögu Vals og ef við höfum einkunnarorð séra Friðriks að leiðarljósi; Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði, mun saga Vals halda áfram að vera jafn glæsi- leg og raun ber vitni. Höldum heiðri Vals hátt á lofti, hvar og hvenær sem er og strengjum þau áramótaheit að gera enn betur á nýju ári. Ekki fyrir Val, ekki fyrir aðra - heldur fyrir okkur sjálf. Um leið gagnast það félaginu okkar, samferðamönnum okkar og vinum. Valsblaðið 50 ára 45

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.