Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 21

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 21
 L knattleiksdeild og knattspymudeild til frekari afreka á nýju ári og brýni alla til að leggjast á eitt um að félagið nái markmiðum sínum og geti unað vel við árangurinn af starfsemi félagsins. Það hefur reyndar komið mér á óvart hversu samstaða félagsmanna er mikil þegar á þarf að halda og slíkt er afar mikils virði og getur verið lykill að góðum árangri í framtíðinni. Samstaðan má þó verða víðtækari og gjaman vil ég sjá deildimar vinna meira saman, því þegar allt kemur til alls erum við öll Valsarar. Þessi samstaða og góður hugur félags- manna kom skýrt í ljós þann 25. nóv- ember sl. er frábær stuðningur barst unglingaráði handknattleiksdeildar. Nokkrir sannir Valsarar undirrituðu þá 4 ára samning við unglingaráðið, þar sem heitið er ákveðnum fjárstuðningi til uppbyggingar yngri flokka félagsins í handbolta. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessum aðilum heilshugar fyrir hönd félagsins. Framtak af þessu tagi er gífurleg hvatning fyrir alla Vals- ara og verður auðvitað aldrei full- þakkað, og kannski er bara hægt að koma til móts við þann góða vilja sem framtakið sýnir og skila meiri og betri árangri í starfsemi félagsins. Þessi stuðningur hefur vakið óskipta og verðskuldaða athygli langt út fyrir raðir félagsins, og hafa aðilar frá öðrum íþróttafélögum óskað okkur til ham- ingju með þetta einstaka framlag eldri afreksmanna til unglingastarfseminnar. Ef stuðningsmenn körfuknattleiksdeild- ar og knattspyrnudeildar tækju þetta framtak sér til fyrirmyndar, efa ég ekki að það skilaði sér í betri árangri og meiri ánægju fyrir okkur öll sem stönd- um að Knattspyrnufélaginu Val. Knattspymufélagið Valur er að mínu viti best rekna íþróttafélag á Islandi í dag og öðmm félögum til fyrirmyndar hvað varðar skipulagningu á hinum ýmsu sviðum starfseminnar. Má í því sambandi nefna frábært starf þjálfara félagsins í öllum flokkum, en þar skín gífurlegur áhugi og mikil elja úr hverju andliti, en þess skal einnig getið hér að allir þjálfarar sem starfa hjá Val hafa aflað sér réttinda eða eru í þeim farvegi. Ekki má heldur gleyma miklum fjölda sjálfboðaliða, sem í mörgum tilfellum em foreldrar þeirra barna sem stunda sína íþrótt hjá félaginu. Stjórn félagsins hefur gert stórátak undanfarið við að koma Knattspyrnu- félaginu Val í það rekstrarhorf sem það býr að í dag. Stjómin vann þannig meðal annars mikið verk við að koma bókhaldi félagsins í lag, og ráða fram- kvæmdastjóra yfir allt félagið og deildir þess. Stjómskipulagið sem komið hefur verið á er skilvirkt og í mjög góðu horfi. Bókhald félagsins er með því besta sem þekkist hjá íþróttafélagi og þótt víðar væri leitað. Allt fjárstreymi félagsins er fært til bókar þannig að nákvæm grein er gerð fyrir hverri krónu sem er til ráðstöfunnar. En þó að bókhaldið sé gott má alltaf gera betur og munu ýmsar breytingar verða gerðar í því sambandi félagsmönnum til hægðarauka. Það er auðvitað ómetanlegt fyrir nýjan fram- kvæmdastjóra að fá jafn hæft samstarfs- fólk á skrifstofu félagsins og þau Brynju Hilmarsdóttur, skrifstofu- stjóra, og Oskar Bjarna íþróttafulltrúa. Starf okkar á skrifstofunni er afar fjöl- þætt því að auk almennra skrifstofu- starfa sem eru ærin hjá stóru félagi, má nefna til dæmis skipulagningu fjár- öflunarleiða, skipulagningu keppnis- móta, bókhald, innheimtur og greiðslu reikninga og samningagerð fyrir hönd félagsins. Ég vil að lokum hvetja alla Valsmenn til að fylgjast með því sem er að gerast að Hlíðarenda og sækja þá leiki sem fram- undan eru. Aðsóknin er okkar öruggasta leið til fjáröflunar. Góð aðsókn tryggir góðan fjárhag og á þvi byggjum við. Horfum til þess sem vel hefur verið gert í fortíðinni og fært félaginu sigra, en gleymum hinu. Sköpum sterka liðsheild innan vallar sem utan. Stöndum saman um að skapa félaginu okkar glæsilega framtið! Valsmönnum öllum sendi ég innilegar óskir um gleðileg jól ogfarsœlt nýtt ár. Valsblaðið 50 ára 21

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.