Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 14
Hlíðarendi -
perla í miðri
Reykjavík
íþróttahús Vals að Hlíðarenda ásamt skrifstofuhúsnæði og gamla
félagsheimilinu.
Valsmenn vita að staðsetning íþrótta-
svæðis félagsins að Hlíðarenda er ein-
hver mesti auður sem félagið á.
Fyrirhyggja forráðamanna félagsins
sem tryggðu því landið og þeirra sem
síðan hafa tryggt stækkun þess er ómet-
anleg. Leita þarf í úthverfin til að sjá að
önnur íþróttafélög í Reykjavík eigi
landssvæði sem ekki er farið að há
starfsemi þeirra verulega.
Það hafa því verið okkur nokkur von-
brigði hve lengi hefur dregist að ganga
frá byggingum og gatnagerð í næsta
nágrenni við svæðið. Allar ákvarðanir
sem teknar verða um slíkar fram-
kvæmdir koma til með að hafa mikil
áhrif á Hlíðarendasvæðið í framtíðinni.
í haust var loksins tilkynnt að sam-
komulag hefði náðst á milli Reykja-
víkurborgar og ríkisins um að ráðast í
flutning Hringbrautar til suðurs.
Akveðið er að flutningnum verði lokið
í ráðum áður en framkvæmdir verða
ákveðnar. Einnig höfum við haft sam-
band við nágranna okkar hjá Flug-
leiðum í þessu sambandi. Það er sam-
eiginlegt áhugamál okkar að nota tæki-
færið og sýna fram á það að þetta svæði
verðskuldi að fá loksins veglega
umgjörð eftir að óræktarsvæði hafa
umlukið það í mörg ár.
Hlíðarendasvæðið er nefnilega á mjög
áberandi stað í Reykjavík og engu
minni perla en Öskjuhlíðin og þúsundir
borgarbúa aka framhjá því á hverjum
degi eða fljúga yfir það. Möguleikamir
á tengingum við Öskjuhlíð og útivist-
arsvæðið í Nauthólsvík skapa ótæmandi
tækifæri til útivistar fyrir Valsmenn og
aðra borgarbúa auk innlendra og er-
lenda ferðamanna sem koma til Reykja-
víkur. Göngubrautir, golfsvæði, tennis-
vellir og fleira hefur verið nefnt í þessu
sambandi auk þess sem alls kyns rækt-
unarmöguleikar eru til staðar.
Það er von okkar að við verðum hafðir
með í ráðum strax frá upphafi og á
meðan svæðið er enn á teikniborði
skipulagsyfirvalda er mikilvægt að allir
Valsmenn, sem hafa tækifæri til, komi
þeim skilaboðum á framfæri við yfir-
völd að svæði er mjög mikilvægt fyrir
framtíð íþróttaiðkunar og útivistar í
Reykjavík.
MÍÉÍ
á árinu 2002 og kemur hann til með að
hafa mikil áhrif á aðkomuleiðir og
væntanlega afmörkun svæðisins okkar.
Við höfum þegar sett okkur í samband
við borgaryfirvöld og bent þeim á nauð-
syn þess að Valsmenn verði hafðir með
Séð heim að Hlíðarenda. Öskjuhlíðin hið frábæra útivistarsvæði, ásamt
Perlunni í baksýn.
Borgaryfirvöld geta ekki sniðgengið
sjónarmið félagsmanna í vinsælasta
íþróttafélagi á íslandi.
14 Valsblaðið 50 ára