Valsblaðið - 01.05.1998, Page 47
Handknatt-
leiksdeild Vals
á nýrri öld
Eins og flestum er kunnugt þá hafa
handboltamenn okkar Valsmanna verið
gífurlega sigursælir undanfarin ár.
Félagsmenn jafnt sem andstæðingar
hafa undrast mjög árangur okkar, ekki
síst vegna þess að leikmannakaup hafa
lítið verið stunduð. Á sama tíma hefur
félagið þurft að þola mikinn leikmanna-
missi ár eftir ár.
Tekist hefur að ala upp nýja leikmenn,
sem hafa stöðugt fyllt í skörðin. Er nú
svo komið að mikið er talað um „Vals-
aðferðina“ eftir frækilega frammistöðu
félagsins á síðasta keppnistímabili. En
betur má ef duga skal. Enginn lifir á
fomri frægð og stöðugt þarf að horfa til
framtíðar, öflugt unglingastarf er sú líf-
æð sem áframhaldandi velgengni bygg-
ist á. En erfitt verður að halda starf-
seminni úti við óbreyttar aðstæður.
Starfið hefur verið borið uppi af mjög
fáum en jafnframt mjög hæfum einstak-
lingum sem eiga ómældar þakkir skilið
fyrir einstakt starf og samkeppnin um
ungviðið verður sífellt meiri. Núver-
andi fjárhagsgrunnur getur ekki upp-
fyllt þessi skilyrð á fullnægjandi hátt.
Æfingagjöld standa ekki undir lág-
markskostnaði.
Átaksverkefnið „Handknattleiksdeild
Vals á nýrri öld“ er ætlað að brúa bilið
sem upp á vantar.
Unglingaráð handknattleiksdeildar
hefur fengið til liðs við sig fjóra hópa af
styrktaraðilum sem allir hafa sterk
tengsl við félagið. Hér er á ferðinni
skemmtileg blanda af fyrirtækjum og
tveimur hópum félagsmanna, sem segja
Einn besti handknattleiksmaður
heims Ólafur Stefánsson skrifar
undir styrktarsamninginn.
má að standi fyrir fortíð og nútíð
félagsins hvor á sinn hátt.
Þessir aðilar eru:
1. Mulningsvélin
2. Útherjar (atvinnumenn Vals í
handknattleik á hverjum tíma)
3. Eignasalan Húsakaup
4. GLV Teppabúðin, Örninn hjól,
Sólning hf og Húsvirki.
Þessir aðilar hafa gert styrktarsamning
við handknattleiksdeildina til næstu
fjögurra ára og eru þeim færðar hinar
bestu þakkir fyrir þetta lofsamlega
framtak. Þetta gerir deildinni kleift að
ráða 2 þjálfara í fullt starf til að skipu-
leggja og stjórna unglingastarfinu.
Unglingastarf handknattleiksdeildar
Vals skal sinna öllum einstaklingum
sem vilja æfa undir merkjum Vals með
hag þeirra að leiðarljósi jafnframt því
að ala upp hæfileikaríka og þroskaða
handknattleiksmenn og konur, sem
munu bera uppi meistaralið félagsins á
nýrri öld.
Frá blaðamannafundi þar sem átaksverkefnið „Handknattleiksdeild Vals á
nýrri öld“ var kynnt.
Valsblaðið 50 ára 47