Valsblaðið - 01.05.1998, Page 30

Valsblaðið - 01.05.1998, Page 30
STARFIÐ E R MARGT Ágætu Valsmenn. Nú þegar körfuknattleiksvertíðin er um það bil hálfnuð er tími til kominn að skoða hvernig til hefur tekist og hverjar væntingar eru gagnvart Valsliðinu í vetur. Ný stjórn var kosin á aðalfundi deil- darinnar og voru eftirfarandi: Hannes Birgir Hjálmarsson, formaður Torfí Magnússon, varaformaður Ásta Magnúsdóttir, ritari Dagný Lárusdóttir Sveinn Zoega Ragnar Þór Jónsson Svali Björgvinsson Á síðasta tímbili lenti Valsliðið í 10. sæti í DHL-deildinni og var rætt um að liðinu væru margir efnilegir ,strákar" sem ættu eftir að ná betri árangri með tíð og tíma. Liðið er að mestu skipað sömu leikmönnum og á síðustu vertíð en eftirfarandi breytingar hafa átt sér stað: Farnir: Guðni Hafsteinsson er hættur Óskar Pétursson fór til Hauka Brynjar Karl Sigurðsson fór í nám til Bandaríkjanna Warren Peebles fór til UMFG Komnir: Ken Richards kom frá Bandaríkjunum. Hinrik Gunnarsson frá Tindastóli ívar Webster er byrjaður aftur Þess ber einnig að geta að Ragnar Þór Jónsson, sem lék stórt hlutverk í liðinu á seinni hluta síðasta tímabils en hefur ekki leikið það sem af er tímabilinu vegna náms í Bandaríkjunum, mun hefja æfingar að nýju um áramótin. Reykjavíkurmeistarar 1998 Hannes Birgir Hjálmarsson for- maður körfuknattleiksdeildar Auk þess er Bjarki Gústafsson að ná sér eftir erfíð meiðsli og þess er vænst að hann verði tilbúinn í slaginn fljótlega eftir áramót. Hinrik Gunnarsson skipti yfir í Val fyrir stuttu en varð löglegur 10. desember gegn Skallagrími í Borg- arnesi. Vonumst við til að hann styrki liðið í baráttunni á seinni hluta tíma- bilsins. Erlendur leikmaður liðsins er Ken Richards, en hann lék í Southem Ala- bama háskólanum í Bandaríkjunum. Ken hefur leikið ágætlega það sem af er og fellur vel í hópinn hjá liðinu. Svali Björgvinsson var endurráðinn þjálfari meistaraflokks, en aðrir þjálf- arar eru: Torfi Magnússon Unglinga- og Drengjaflokkur. Ken Richards 10-11. flokkur Bergur Már Emilsson 9. flokkur Ágúst Björgvinsson 7- og 8. flokkur Kjartan Orri Sigurðsson minnibolti Körfuknattleiksvertíðin 1998-1999 hófst með miklum ágætum. Valsliðið vann Reykjavíkurmeistaratitilinn með glæsibrag er liðið sigraði KR 75-68 í 30 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.