Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 28

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 28
sé okkar - ef við höldum rétt á spilunum. En við verðum að fara var- lega í fjárútlátum og kannski er Valsmenn að súpa seyðið að því í dag að hafa ekki verið nógu séðir í þeim efnum fyrir einhverjum árum.“ - Hver er þín skoðun á leikman- nakaupum? „Ég er þeirrar skoðunar að unglingas- tarf hvers félags sé það sem skiptir mestu máli. Ef vel er á málum haldið varðandi unglingana mun það sjálfkrafa skila sér í betri leikmönnum fyrir meis- taraflokkana. Það er sjálfsagt að kaupa einn eða tvo leikmenn ef nauðsyn kre- fur en þeir þurfa þá að vera miklu betri en þeir sem eru til staðar. Upp úr unglingastarfi koma leikmenn með Valshjarta og það skiptir mestu máli þegar á reynir. Slíkum mönnum er betur treystandi á erfiðum stundum." - Ertu sáttur við stjórnarfyrirkomu- lagið hjá Val? „Já, ég held að það sé af hinu góða. Aður gátu menn verið að skuldbinda félagið með einum eða öðrum hætti og ýmis mál eða reikningar dúkkuðu stun- dum ekki upp fyrr en viðkomandi gjald- keri, formaður eða stjómarmaður var hættur. Núna er hægt að hafa betri yfirsýn yfir hlutina og menn ættu að geta unnið betur saman en áður. I félagi eins og Val ættu menn að geta skeg- grætt hlutina og komist að sameiginle- gri niðurstöðu sem er félaginu og iðk- endunum til bóta.“ -- Hver er helsta ástæðan fyrir þeim stakkaskiptum sem hafa orðið á KSÍ síðustu árin? „Þróunin hefur verið á þá leið að það eru komnir miklu meiri peningar inn í knattspyrnuna en áður og UEFA hefur verið að styrkja samböndin fjárhagsle- ga. FIFA mun styrkja knattspymusam- böndin frá og með næsta ári. Eggert Magnússon varð formaður á góðum tíma og hefur sýnt mikinn dugnað og kraft. Hann er ófeiminn maður og þegar hann er að semja fyrir hönd KSI skiptir hann engu máli þótt ísland sé lítið knattspyrnuþjóð í samanburði við aðrar. Fyrir honum eru allir jafnir og hann hefur ekki verið með neina minnimát- tarkennd gagnvart erlendum risum. Eggert á stóran þátt í því fjármagni sem hafa nást inn í sambandið. Á móti kemur að kröfumar aukast verulega um leið og meira fjármagn er komið í spilið. Núna fæst enginn til að gera neitt nema gegn greiðslu.“ -- Sumir hafa gagnrýnt KSÍ fyrir það að vinna ekki nógu mikið fyrir félö- gin. Hver er þín skoðun á því? „Ég er hlynntur því að KSÍ geti staðið á eigin fótum fjárhagslega og gert það sem þeim ber skylda til. Félögin mega ekki sjá ofsjónir yfir því. Ef KSÍ er hvorki sterkt fjárhagslega né félagslega verður enginn fótbolti spilaður á Islan- di. Það er misskilningur sumra, sem standa fyrir utan KSÍ, að það sé verið að vinna á mót þeim. KSÍ er mikið í mun að vemda hagsmuni félaganna." -- Einhverjir hafa verið ósáttir við það að sterkustu fyrirtæki landsins séu styrktaraðilar KSI í stað þess að koma með peninga inn í félögin. „Það má alveg deila um þetta en stað- reyndin eru sú að mörg fyrirtæki vilja fremur styðja við bakið á einum sterkum aðila í stað þess að dreifa fjár- magninu. Að vissu leyti eru fyrirtækin að firra sig ákveðnu kvabbi frá fjöld- anum, sem er ekkert óeðlilegt.“ -- Er ekki orðið tímabært að hægt sé að gera lengri samninga við leik- menn, t.d. til 5 ára, til að vernda hagsmuni félaganna svo þau sitji ekki eftir með sárt enni þegar samnings- lausir leikmenn eru keyptir til út- landa eða velja önnur Iið? „Það hlýtur að vera eina málið í stöðun- ni. Ég þekki ekki það samningsform sem hefur tíðkast en vissulega, ætti staða félaga, sem hafa alið upp leik- menn til margra ára, að vera sterkari. Leikmenn ættu líka að hugsa sinn gang áður en þeir gera samninga við erlend félög án afskipta eigin liða því liðin ná undantekningalaust betri samningum en leikmennirnir einir og sér. Þetta mætti að sjálfsögðu taka til endurskoðunar og kannski ætti félagaskiptanefnd KSÍ að láta sig þetta varða.“ -- Því hefur verið hvíslað að það sé erfitt að komast inn í stjórn KSI? „Það er ekkert óeðlilegt að nýr for- maður vilji vinna með ákveðnum mön- num sem hann treystir. En það er ekki þar með sagt að hann eigi einn að ráða því hverjir koma inn hverju sinni. Slíkt veit ekki á gott því þannig gæti hann Elías þjálfaði 3. flokk karla árið 1964 og varð b liðið haustmeistari það árið. 28 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.