Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 22
STARFIÐ ER MARGT Sigrar innan vallar og utan Guðni Haraldsson formaður hand- knattleiksdeildar Vals. Fyrir ár síðar birtist skýrsla stjórnar í Valsblaðinu undir fyrirsögninni; "Það gengur betur næst". Og það má með sanni segja að þær vonir hafi ræst. Meistaraflokkur karla gerði sér lítið fyrir og innbyrti 3 af 4 titlum sem í boði voru. Þannig urðu Valsmenn Reykja- víkurmeistarar, íslandsmeistarar og til sællar minningar Bikarmeistarar. Sem fyrr var meistaraflokkur karla undir stjórn Jóns Kristjánssonar. Honum til aðstoðar voru Bjarnarnir tveir Oskar og Boris. Liðinu hafði borist liðsstyrkur sem voru þeir Sigfús Sigurðsson og Júlíus Gunnarsson. Þrátt fyrir það voru menn samt ekki allt of bjartsýnir á árangur liðsins eftir þær miklu blóðtökur sem það hafði orðið fyrir undanfarin tvö ár. Eitt fárra liða þá var var Valur ekki með erlendan leik- mann innanborðs þetta árið. En það var stígandi í leik liðsins og 10. Troðfullt að Hlíðarenda þegar Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistara- titilinn í 20. skipti. Stjórn Handknattleiks- deildar Vals fyrir árið 1997-1998 var þannig skipuð: febrúar 1998 mættust Valur og Fram í sögulegum bikarúrslitaleik í Laugar- dalshöll. Það byrjaði ekki gæfulega þegar Sigfús Sigurðsson var afskrifaður frá þátttöku í leiknum með 40 stiga sama dag. Og í stöðunni 19-15 fyrir Fram þegar 5 mínútur lifðu af leiknum, þá voru andstæðingarnir famir að kyrja sigursöngva. En þá sýndu Valsmenn mikinn karakter. Lokasekúndur þessa leiks eru einhverjar þær lygilegustu sem undirritaður hefur orðið vitni að. Þegar 3 sekúndur eru eftir fá Valsmenn auka- kast sem þeir Freyr og Kári fram- kvæmdu snilldarlega. Þannig jöfnuðu Valsmenn alveg á ótrúlegan hátt. Valur var orðinn Bikarmeistari í 5. sinn. Því miður sættu andstæðingamir sig Guðni Á.Haraldsson formaður Karl Jónsson varaformaður Björn Úlfljótsson gjaldkeri Páll Steingrímsson Friðjón Örn Friðjónsson Karl Axelsson ekki við úrslitin og upphófust mikil kærumál og málaferli í dómstólum íþróttahreyfingarinnar. Það slys varð í upphafi að þáverandi dómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að leikurinn skyldi leikinn að nýju. Við þetta sættu Valsmenn sig ekki. Það kom sér því vel að innan stjómarinnar vom 3 hæstarét- tarlögmenn. Þannig breyttust störf stjórnarmanna næstu tvo mánuði í endalaus málaferli og greinargerðar- skrif. Og ef andstæðingarnir hafa haldið að hægt væri að stela svo frækilegum sigri af strákunum okkar þá var það hinn mesti misskilningur. Þannig vann lögfræðideild Vals hvern sigurinn af 22 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.