Valsblaðið - 01.05.1998, Qupperneq 24
deildarkeppni og svo íslandsmótið. Þá
varð 4. flokkur kvenna bikarmeistari og
í 3. sæti í íslandsmótinu. Af þessari
upptalningu má sjá að árangur yngri
flokkanna var frábær á síðasta ári. Enn
og aftur hafa þjálfarar yngri flokkana
hjá Val sýnt hversu þeir eru megnugir
og vil ég þakka þeim sérstaklega fyrir
vel unnin störf.
Fjárhagsstaða deildarinnar er eins og
alltaf ekki nógu góð. Þó er útlit fyrir
góðan hagnað á því ári sem er að líða.
En það dugar skammt vegna skulda
fyrri ára. Eg vil því hvetja Valsmenn til
þess að taka vel í söfnunarátak það sem
kennt er við Þorbjörn Jensson land-
sliðsþjálfara undir nafninu Tobba-pot-
tur því ykkar styrkur er okkar aðstoð.
Sem fyrr er afstaða stjómvalda til íþrót-
tamála óskiljanleg. Það mikla unglin-
gastarf sem fram fer á vegum íþrótta-
félaganna er fyrirbyggjandi starf.
Þannig felst í því ákveðin fjárfesting.
Það er mun viturlegra að taka strax á
slíkum málum og leiða unglingana eftir
réttum farvegi heldur en að eyða fé og
fjármunum í að leiðrétta og bæta það
sem úrskeiðis hefur farið.
Að lokum vil ég þakka fráfarandi
stjórnarmönnum þeim Karli Jónssyni,
Birni Úlfljótssyni og Páli Steingríms-
syni fyrir störf þeirra í gegnum árin.
Við vitum þó að þeir em ekki langt
undan.
Olíufélagið hf. er sem fyrr okkar aðal-
stuðningsaðili og eru þeim færðar
sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.
Öðrum þeim sem stutt hafa við bakið á
okkur og unnið óeigingjamt starf eru
færðar sérstakar þakkir.
Stjóm handknattleiksdeildar í ár skipa:
Guðni A.Haraldsson, form.
Friðjón Örn Friðjónsson, varaform.
Karl Axelsson, gjaldkeri.
Helgi Sigurðsson, ritari.
Brynjar Níelsson,
Hjálmar Kristmannsson.
Valsmönnum öllum óska ég gleðilegra
jóla með von um farsæld á komandi ári.
Guðni A.Haraldsson fonnaður
Uppskeruhátíð í hand-
bolta 1998
Daníel Ragnarsson, einn hinna
ungu og efnilegu leikmanna Vals
2. flokkur karla
4. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Kristín Þóra
Haraldsdóttir
Mestu framfarir: Bergdís Guðnadóttir
Besta ástundun: Anna María
Guðmundsdóttir
5. flokkur karla
Leikmaður ársins:Asmundur Patrik
Þorvaldsson
Mestu framfarir: Guðmundur
Jónsson
Besta ástundun: Snorri Olafur
Jónsson
5. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Málfríður Erna
Sigurðardóttir
Mestu framfarir: Elín Svavarsdóttir
Besta ástundun: Heiðbjört
Vigfúsdóttir
Leikmaður ársins: Ingvar Sverrisson
Mestu framfarir: Bjarki Sigurðsson
Besta ástundun: Markús M.
Michaelsson
2. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Sigrún Asgeirsdóttir
Mestu framfarir: Arna Grímsdóttir
Besta ástundun: Bjarney
Bjarnadóttir
3. flokkur karla
Leikmaður ársins: Fannar Örn
Þorbjörnsson
Mestu framfarir: Ragnar Þór Ægisson
Besta ástundun: Arnar Þór
Friðgeirsson
3. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Eygló Jónsdóttir
Mestu framfarir: Berglind Iris Hans-
dóttir
Besta ástundun: Marín Sörens
6. flokkur karla
Leikmaður ársins: Elvar Friðriksson
Mestu framfarir: Sveinn Skorri
Höskuldsson
Besta ástundun: Joscha
Tscheckorsky-Orloff
6. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Dóróthe
Guðjónsdóttir
Mestu framfarir. Guðrún
Þorbjörnsdóttir
Besta ástundun: Þórdís Reynisdóttir
Önnur verðlaun
Valsari ársins: Veitt fyrir fómfúst starf í
þágu félagsins. Gefandi bikarsins er
Gísli Jónsson & co.
í ár hlaut Jóhannes Hafsteinn
Sigurðsson heiðurinn.
Afreksbikar yngri flokka. Efnilegasti
leikmaður yngri flokka:
Þóra Björg Helgadóttir
4. flokkur karla
Leikmaður ársins: Erlendur Egilsson
Mestu framfarir: Bjarni Ólafur
Eiríksson
Besta ástundun: Bjarni Ólafur
Eiríksson
Maggabikar: Besti félaginn í 4.flokki
karla Benedikt Ólafsson
Besti félaginn í 4.flokki kvenna:
Elfa Björk Hreggviðsdóttir.
24 Valsblaðið 50 ára