Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 40

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 40
Sjómaðurinn að norðan $\JWWV Sverrir hvaðan ertu ættaður ? Ég er fæddur árið 1933 og er ættaður norðan úr Eyjafirði frá Ársskógsströnd og átti þar heima til 14 ára aldurs þá flutti ég til Akureyrar. Síðan fluttist ég aftur út á Ársskógsströnd og stundaði sjóinn þaðan. Hvað starfaðir þú aðallega við á þínum yngri árum? Ég var mest á sjónum en einnig i ýmsum öðrum störfum, en á sjónum var ég í 35-40 ár. Hvenær komstu til starfa hjá Val ? Ég byrjaði 2. mars 1990 hjá Val gengið snuðrulaust fyrir sig, æfin- gar, keppnir og félagsleg starfsemi. Á sumrin er aðallega útivinna við vellina og svæðið í kringum þá, en á vetuma er þetta aðallega innivinna í íþróttasölunum og annari inni- aðstöðu. Hvernig er umgengnin hjá unga fólkinu í Vai ? Mér finnst hún bara ágæt, og mér finnst hún hafa batnað mikið á undanfömum árum. Unga fólkið í Val er bara ljómandi gott og skemm- tilegt fólk og mjög gaman að vera innan um það. Hvernig eru samskiptin við hina Farið yfir stillingar á klukkunni fyrir leik. og er því búinn að vera í rúm 8 ár í þessu starfi. Hvert er aðalstarfssvið for- stöðumanns íþróttamannvirk- janna ? Aðalstarfið er fólgið í ýmsu viðhaldi, það er heilmikið verk að halda öllu í sæmilegu lagi þannig að starfsemin á vegum Vals geti ýmsu forystumenn deilda og félagsins ? Þau eru bara ágæt að rnestu leyti, auðvitað koma alltaf einhverjir árek- strar á milli manna, en það er bara eðlilegt í svona stóru félagi eins og Valur er en málin leysast yfirleitt farsællega. Sverrir upp í stiga með borvélina að festa skilti inní sal. Hverja eru helstu ánægjus- tundir í þessu starfí ? Þær em bara mjög margar, mesta ánægjan er þegar vel gengur í fót- bolta, handbolta eða körfubolta bæði í yngri flokkunum og í meistaraflokki. Hvernig hefur gengið þegar úrslitaleikir í mfl. eru og húsið er fullt af fólki ? Það hefur gengið bara mjög vel, eins og hefur gengið í gegnum tíðina. Þegar Valur hefur verið í úrslitum og alveg troðfullt hús þá hefur fólk verið að spyrja mig eftir því hvemig fáið þið að setja svona mikið inn í húsið? Þá hef ég svarað því þannig að það eru svo margar útgönguleiðir á húsinu og það er hægt að tæma húsið á mjög skömmum tíma. Þá eru mjög mar- gir sem hjálpast að þegar úrsli- taleikir eru þannig að það er ekkert mál að troðfylla húsið. Hverjar eru helstu tómstundir þínar Sverrir ? Það er nú kannski ekki mikill tími fyrir tómstundir, en ég reyni t.d. á veturna að komast á skíði, aðalle- ga fer ég á gönguskíði. Á sumrin fer ég mikið í göngutúra og hjóla mikið. 40 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.