Valsblaðið - 01.05.1998, Page 5

Valsblaðið - 01.05.1998, Page 5
í vor var smíðuð aðstaða fyrir fréttamenn og myndatökumenn sjónvarps- stöðvanna. Á myndinni eru nokkrir galvaskir Valsmenn að koma skýlinu fyrir. Fastir liðir Hinir fjölmörgu liðir sem fastir eru í starfi félagsins voru allir á sínum stað eins og vera ber. Valsblaðið kom út í 49. skipti rétt fyrir jól og var að venju jólakveðja félagsins til félagsmanna og velunnara þess. íþróttamaður Vals 1997 var útnefndur á gamlársdag og varð körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Jóns- son fyrir valinu að þessu sinni. Þrett- ándabrennan var haldin í janúarbyrjun. Sumarbúðir í borg héldu sínum sessi á námskeiðamarkaði bama í sumarbyrjun og aðrir íþróttaskólar félagsins voru vel sóttir. Þorrablót félagsins var haldið fyrsta laugardag í þorra og var vel sótt og gestir félagsins voru mágamir Jón H. Karlsson sem var veislustjóri og Guðmundur Árni Stefánsson sem var ræðumaður kvöldsins. Þá var aðsókn- armet sett að herrakvöldi Vals í byrjun nóvember s.l.. Friðrik Sophusson var þar veislustjóri og Davíð Oddsson, forsætisráðherra ræðumaður. Báðar þessar skemmtanir tókust mjög vel og hafa fest sig í sessi í dagskrá margra Valsmanna. Að venju var 11. maí haldinn hátíðlegur með kaffiboði í félagsheimilinu og var þar fjölmennt. Kappleikir og félagsstarf Handknattleiksmenn félagsins héldu merki þess hátt á lofti s.l. vetur og mfl. karla varð bæði Islandsmeistari og bikarmeistari eftir harða baráttu við nágranna okkar í Fram. Nokkrir eftir- málar urðu vegna bikarmeistaratitilsins en lögmenn félagsins héldu vel á spil- unum rétt eins og leikmennimir áður og sigur okkar manna var staðfestur hvað eftir annað. Á lokahófi handknattleiks- manna vakti það einnig mikla athygli að Valur átti fulltrúa við kjör bestu leik- manna í allar stöður bæði í karla og kvennaflokki. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu háði harða baráttu um íslandsmeistaratitilnn s.l. sumar en náði honum þó ekki að þessu sinni. Árangur annarra meistaraflokka var annars ekki eins góður og vonast var til en þá er bara að bæta við sig. Starf yngri flokka í öllum greinum var yfirleitt í mjög góðu lagi og árangur í kappleikjum þar góður og í samræmi við væntingar. Félagsstarf þarf alltaf að skoða og í því mikla framboði sem er á afþreyingar- möguleikum í þjóðfélaginu gleymist stundum hve mikilvægt starf íþrótta- félaganna er. Nýráðinn íþróttafulltrúi hefur verið beðinn að huga sérstaklega að þessum þætti í sínu starfi því ljóst er að íþróttastarfið er í mjög föstum skorð- um. Undir lok ársins var farið að huga að því að gefa út Valsblaðið í 50. skipti og það hefur þú nú í höndunum. Þessi útgáfa hefur verið stolt félagsins til margra ára og verður ómetanleg sögu- leg heimild um starf félagsins þegar tímar líða. Við væntum þess að vel hafi tekist til og að næsta ár verði ánægju- legt í starfi félagsins. Þrettándabrennan var haldin í janúarbyrjun og mætti fjölmenni að Hlíðarenda í góðu veðri. forstöðumaður mannvirkja og Elín Elísabet Baldursdóttir og Baldur Þ. Bjarnason eru húsverðir. Starfsmönnum sem létu af störfum á árinu þeim Sigríði Yngvadóttur, Lúðvík Bragasyni og Þorláki Árna- syni eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra störf á undanfömum árum. 5 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.