Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 17
Ragnar Hermannson þjálfari mfl. kvenna í handknattleik. Ragnar Hermannsson hóf störf hjá handknattleiksdeild Vals síðastliðið haust þegar hann hóf að þjálfa meist- araflokk kvenna. Ragnar er 36 ára sjúkraþjálfari með mikla reynslu af íþróttum en auk þess að þjálfa hand- bolta þá hefur Ragnar einnig komið nálægt þjálfun á briddsspilurum og knattspyrnumönnum. Ragnar hóf að þjálfa yngri flokka í handbolta hjá KR árið 1981 en hann þjálfaði meist- araflokk kvenna hjá KR árið 1983 og síðan lið Fylkis árið 1994. Ragnar er mjög hæfur þjálfari en samstarf hans og Borisar Bjarna Akbachev hefur gjörbreytt þeirri umgjörð og hugsunarhætti sem er í kringum kvennahandboltann hjá Val. Ertu ánægður með gengið í vetur? Já, ég er tiltölulega ánægður með stelpurnar þó svo að auðvitað vilji maður hafa fleiri punkta en við höfum í dag. Það eru fleiri jákvæðir hlutir í gangi en neikvæðir. Það er samt alveg ljóst að það er ákveðinnn stöðugleiki kominn í liðið. Hvert er markmið liðsins í vetur? Mitt markmið er það að við náum að sanna okkur meðal þeirra bestu og við náum að fylgja eftir þeim stíganda sem var í liðinu seinni hluta síðasta vetrar. Stelpurnar í liðinu settu sér einnig markmið en ég hef ekki skipt mér mikið af þeim markmiðum. Hvað flnnst þér um deildina í ár? Það hefur fátt komið mér á óvart þó finnst mér Framliðið vera sterkara en ég átti von á og ÍBV er slakara en ég átti von á. Önnur lið eru nokkuð svipuð og gert var ráð fyrir en deildin er nokkuð tvískipt. Hvað með áhrif þeirra erlendu leik- manna sem eru í deildinni? Erlendu leikmennimir hjá Fram hafa gjörbreytt umgjörð liðsins og koma þeirra hefur gert aðra leikmenn í liðinu betri. Hins vegar hefur koma erlendra leikmanna hjá ÍBV mistekist algjör- lega. En í heildina em áhrifin jákvæð þó svo að liðin verði að passa sig að hafa ekki of marga erlen- da leikmenn. Eitthvað að lokum? Ég ætla að vona að liðið okkar haldi áfram að bæta við sig og þroska sig þan- nig að stelp- umar nái að klifra upp töfluna og vera tilbúnar í úrslitakeppnina. Ragnar stjórnar liði sínu að Hlíðarenda. Valsblaðið 50 ára 17

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.