Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 33
Svali Björgvinsson þjálfar meist- araflokk karla í körfuknattleik annað árið í röð. Svali sem var einnig þjálfari liðsins þegar körfuknatt- leikur var vinsælasta íþróttagrein á Islandi fyrir um það bil 8 árum síðan man því tímana tvo í körfuboltasögu Vals. Fyrir tæplega 8 árum spilaði Valur til úrslita um íslandsmeist- aratitilinn í körfuknattleik gegn Keflvíkingum eftir að hafa slegið út lið Njarðvíkinga í undanúrslitum. Hver man ekki þessa tíma þegar RIJV var með einkarétt á sýningu leikja og nær allir landsmenn fylgd- ust með leikjunum annað hvort í íþróttahúsum landsins eða í sjón- varpi. Fjórði leikur Vals og Kefla- víkur dróg að sér 1400 manns sem er enn þá aðsóknarmet í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda. En það hefur margt breyst síðan þá. Körfuboltinn hefur átt erfitt uppdráttar bæði hjá Val svo og annars staðar á landinu þó svo að ástandið sé verst í Reykjavík. En hvað er til ráða? Við spurðum Svala Björgvinsson um gengi liðsins og stöðu körfuboltans. Þegar þetta er skrifað er Valsliðið í 11. sæti deildarinnar með 2 stig eftir 10. umferðir. Deildarkeppnin lioin \Ja^UÍ ajU til viðbótar við þau stig sem við höfum. 3 leikir hafa tapast með einu stigi eða eftir framlengingu. Það eru allir að leggja sig fram í leikjum og við erum að reyna að ná hagstæðum úrslitum en það hefur ekki gengið nægilega vel. Við söknum Bjarka Gústafssonar töluvert en hann hefur verið frá vegna meiðsla í hné frá því í fyrra. Liðið er hins vegar ungt og margir leikmenn eiga glæsta framtíð fyrir sér. Hvað finnst þér um deildina í vetur? Hvað finnst þér um gengi liðsins í vetur? Ég er náttúrlega ekki sáttur við gengi liðsins en við gætum verið með 4-6 stig Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað hin liðin í deildinni eiga af fjár- magni til að borga erlendum leikmön- num laun! Það sem einkennir deildar- keppnina í ár er gífurlegur fjöldi erlend- RWGtYmAR-EIKHOLTl 6 JAPIS Svali messar yfir sínum mönnum. Svali Björgvinsson þjálfari meist- araflokks í körfu. ra leikmanna en sum liðin hafa 3 er- lenda leikmenn í byrjunarliði sem þýðir að 60% leikmanna í byrjunarliði eru erlendir leikmenn! Að mínu mati ættu liðin frekar að eyða fjármunum í upp- byggingu yngri flokka. Ég tek ekki hatt- inn ofan fyrir þessum liðum! Það þarf að komast á eitthvað vitrænt samkomulag varðandi erlenda leik- menn á íslandi. Peningar eru farnir að stjóma of miklu í körfunni á kostnað drengskapar. I heildina er deildarkepp- nin betri og liðin sterkari en í fyrra en á móti kemur að ungir og efnilegir leik- menn fá ekki að láta ljós sitt skína. Auk þess sem koma þeirra Guðmundar Bragasonar, Herberts Arnarsonar og Teits Örlygssonar hafa styrkt deildina til muna. Valsblaðið 50 ára 33

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.