Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 23
Guðmundur Hrafnkelsson fyrirliði meistaraflokks lyftir Islandsbikar- num að Hlíðarenda. öðrum og þegar yfir lauk höfði fallið 8 dómar eða úrskurðir í málinu. Að endingu fór það svo að úrslit leiksins voru látin standa óbreytt. Þau voru ófá símtölin sem formaður fékk frá áhyggjufullum Valsmönnum og greinilegt var að stór hluti þjóðarin- nar fylgdist með málinu. Gríðarleg vinna var lögð í málið og er þeim sem að því komu sérstakar þakkir veittar. Því miður verður það að segjast að framganga andstæðingana í málinu var ekki til fyrirmyndar. Það sama má segja um ummæli hinna ýmsu forsvarsmanna innan dómarastéttarinna og vinnubrögð blaðamanna. En réttlætið sigraði að lokum. Meistaraflokkur karla kórónaði síðan leiktímabilið með því að komast í úrslit um Islandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt bæði UMFA og KA að velli. Skemmst er frá því að segja að yfir- burðir Valsmanna voru miklir í úrslita- leikjunum við Fram og titillinn var tryggður í 4. leiknum að Hlíðarenda. Að loknu Islandsmóti fór liðið síðan til Gautaborgar og tók þar þátt í Norður- landamóti félagsliða. Þar kom berlega í ljós að liðsmenn voru orðnir saddir og þreyttir eftir langt og strangt keppnis- tímabil enda varð árangurinn eftir því. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu í dag. Þeir Valgarð Thoroddsen og Ingi Rafn hafa yfirgefið liðið. Valgarði eru færðar þakkir fyrir framlag hans í geg- num árin. Formaður vill hins vegar ekki afskrifa Inga Rafn strax og því eru kveðjur látnar bíða í bili. Nýr liðsstjóri er kominn á bekkinn, Gísli Óskarsson og er hann boðinn velkominn. Óskari Bjarna eru færðar þakkir fyrir góð störf á síðasti ári sem liðsstjóri liðsins. En liðinu hefur borist liðsauki fyrir veturinn: Axel Stefánsson markvörður sem lék reyndar áður með Val og Erlingur Richardsson frá ÍBV eru komnir til liðs við okkur. Við bjóðum þá sérstaklega velkomna. Þegar þetta er ritað er staða okkar Valsmanna í meistaraflokki karla fram- ar vonum. Hins vegar hafa tapleikir eins og á móti FH á heimavelli sýnt okkur að liðið er enn ekki fullmótað. Og til þess að það nái alla leið þarf enn að taka til hendinni. Meistaraflokkur kvenna stóð sig vel á síðasta ári þó svo að ekki hafi neinir tit- lar unnist. Fitlu munaði að liðið kæmist í úrslit um íslandsmeistaratitilinn en liðið tapaði í oddaleik gegn Stjörnunni í Asgarði eftir að hafa verið 11 -7 yfir í hálfleik. Það starf sem unnið var í fyrra er nú greinilega að skila sér. Liðið er nú í hópi þeirra bestu og í leik þess er viss stígandi sem vonandi heldur áfram. Því er ekki að neita að það var mikil blóð- taka að missa Brynju Steinsen en hún spilar í þýskalandi í vetur. Hins vegar er það mitt mat að við höfum nægan mannskap til þess að klára dæmið. Vamarleikur liðsins hefur til að mynda stórbatnað. Liðinu hefur borist liðsauki sem eru þær Elísabet Sveinsdóttir sem kom frá Víkingi og Sólveig Steinþórs- dóttir frá Stjörnunni auk þess sem Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir er kominn aftur eftir dvöl í Danmörku. Við bjóðum þessar stúlkur velkomnar. Að lokum vil ég þakka þjálfurunum þeim Ragnari Hermannssyni og Borisi Bjarna fyrir vel unnin störf. Yngri flokkar Vals stóðu sig í heildina vel eins og endranær. 2 .flokkur kvenna varð í 2 .sæti í bikarkeppninni og í 3. sæti í Islandsmótinu. 3. flokkur karla varð bikarmeistari þar sem a- og b-lið Vals spiluðu til úrslita. Þá varð flokkurinn einnig í 2. sæti í íslandsmót- inu. 3. flokkur kvenna varð Reykja- víkurmeistari og í 2. sæti í íslandsmót- inu. 4. flokkur karla náði frábærum árangri undir stjóm Zoran Despovich þjálfara og vann þrefalt; bikarkeppni, C lið Vals sem tók þátt í bikarkeppninni, rýkur af stað tilbúið að leggja lið Aftureldingar að velli, en því miður það vantað aðeins 1 mark Valsblaðið 50 ára 23

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.