Valsblaðið - 01.05.1998, Page 26

Valsblaðið - 01.05.1998, Page 26
Elías Hergeirsson fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Vals og gjaldkeri KSÍ í spjalli um gamla tímann og fót- boltann. Hver er hans skoðun á Val, KSÍ og breyttum tíðaranda í boltanum? Eftir Þorgrímur Þráinsson Elías Hergeirsson hefur verið ein af styrkustu stoðum Vals síðustu áratugina en hann lék sinn fyrsta knattspymuleik fyrir félagið fyrir 47 árum. Þá var hann þrettán ára en fram til þess tíma hafði hann verið í sveit á sumrin og því ekkert leikið með Val. Litlu mátti muna að hann gerðist sjómaður eins og faðir hans en þá hefði líklega ekkert orðið úr knattspymuferlinum. Ulfar Þórðarson, formaður félagsins, vildi ekki missa Elías út á hið úfna haf því hann sá að Valur þyrfti á starfskröftum hans að halda. Hann lék sinn fyrsta leik í 1. deild árið 1956, þá á öðm ári í 2. flokki, og varð Islandsmeistari það ár þótt hann hafi einvörðungu leikið tvo leiki. Leikirnir í efstu deild urðu rúm- lega hundrað en Elías hætti knatt- spymuiðkun aðeins 25 ára gamall. Það vildi svo einkennilega til að hann lagði skóna á hilluna um leið og hann flutti í Hlíðarhverfið og kvæntist. Fram til þess tíma hafði hann búið í Vesturbænum en aðeins mætt á eina æfingu hjá KR. í dag tengist hann KR með öðrum hætti því hinn feiknarsterki landsliðsmaður í körfubolta, KR-ingurinn Hermann Hauksson, er tengdasonur Elíasar. Hermann leikur reyndar ekki með KR í dag en það er svo sem í takti við tíðar- andann. Elías var kominn í stjórn knattspymudeildar Vals um tvítugt og líklega hafði áhugi hans á félagsmálum eitthvað með það að gera að hann hætti að spila. Eftir 40 ára félagsstarf í þágu knattspymunnar sér fyrir endann á því starfi því Elías mun hætta í stjóm KSÍ á næsta ári. Frá árinu 1962 hefur hann starfað sem aðalbókari hjá Vélsmiðju- nni Héðni. Litlu mátti muna að hann gerðist sjómaður eins og faðir hans Þegar Valur lék einn eftirminnilegasta leik sem farið hefur fram á íslandi, gegn Benfica árið 1968, var Elías formaður knattspymudeildar en hann gegndi for- mennsku frá 1966-'69. „Þetta var sterkt. Leikurinn var ævintýri líkastur og er mörgum enn í fersku minni." í kjölfar stjómarsetu hjá Val var Elías fulltrúi Vals í Knattspymuráði Reykja- víkur í 8 ár. Síðan varð hann gjaldkeri aðalstjómar Vals í hátt í áratug og var kosinn í stjórn KSÍ árið 1987. Þegar Eggert Magnússon tók við for- mennsku í KSÍ árið 1990 fékk hann Elías til að taka að sér starf gjaldkera sambandsins. Aður var hann formaður fræðslunefndar." -- Þótt langt sé um liðið síðan þú lékst með Val, hvað stendur upp úr í min- ningunni? „Eg hef stundum verið að velta þessu 3. flokkur Vals árið 1953. Frá vinstri: Sigfreð Ólafsson, Björgvin Hermannsson, Sigurður Ámunda- son, Theodór Óskarsson, Haraldur Sumarliðason, Hilmar Herbertsson, Árni Njálsson, Randver Pálsson, Páll Aronsson, Þórir Guðbergsson, Elías Hergeirsson, Guðbrandur Jakobsson þjálfari. 26 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.