Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 14
I fadmi Jjölskylditnnar. Hjónin
fngibjörg 'Pálwadóttir og Dagur
Sigurðssón með börninn sínum,
Birtu 7 árci, Sunnu 9 ára og
Sigitrói Jjögnrra ára.
Dagun Sigurðsson er á heimleið efftir langa dvöl erlendis
sem atvinnumaður í handbolta og þjálfari og er einn
leikjahæsti handknattleiksmaður landsins
Dagur Sigurðsson handboltakappi og
gegnrauður Valsari er á heimleið næsta
vor eftir 11 ára dvöl erlendis í atvinnu-
mennsku og við þjálfun. Hann er nýráð-
inn framkvæmdastjóri Vals og fær það
spennandi verkefni að móta starf að
Hlíðarenda við algjörlega nýjar aðstæð-
ur samhliða uppbyggingu glæsilegra
íþróttamannvirkja á svæðinu. Dagur
segist ekki geta beðið eftir því að byrja
að vinna á Hlíðarenda, en mikilvægasta
verkefnið verði að glæða Hlíðarenda lífi
á nýjan leik.
„Það kemur enginn í bíó þótt kvik-
myndahúsið sé glæsilegt, til þess þarf
góða mynd og góða þjónustu. Mér finnst
líka mikilvægt að skrifstofan sé nógu
öflug til þess að sjá um daglegan rekst-
ur. Sjálfboðaliðar eiga að fá að njóta
starfsins en ekki drukkna í áhyggjum
og þrasi. Valur verður aldrei rekið án
öflugs sjálfboðaliðastarfs, en það á að
vera ánægjunnar vegna sem fólk tekur
það að sér. Ég er sannfærður um að við
komum þessu í réttan farveg og sjálf-
boðaliðum innan Vals eigi eftir að fjölga
þegar fram líða stundir. Fjölgun iðkenda
í yngri flokkum félagsins og áframhald-
andi metnaðarfull afreksstefna meistara-
flokka félagsins er líka eitt af því sem
huga verður að,“ segir Dagur ákveðinn
og hlakkar greinilega til að koma heim.
„Ég, Óli Stefáns, Fúsi og fleiri höfum
talað um það að spila afmælisárið 2011
heima fyrir Val. Eigum við ekki að sjá
hvað verður úr því,“ segir hann.
Foreldrar Dags eru Sigurður Dagsson,
kunnur knattspymukappi úr Val, og
Ragnheiður Lárusdóttir, en þau kynntust í
Val. Hann er einn þriggja bræðra, sá elsti
Láms, gamall knattspymumarkvörður
hjá Val, og sá yngsti er Bjarki sem þurfti
Ætt, uppnuni og fjölskylda
14
Valsblaðið 2006