Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 15
Ettip Guðna Olgeirsson
Valsblaðið 2006
að hætta í handboltanum vegna meiðsla
og er það mikil synd að mati Dags. „Ég
er fæddur og uppalinn í Sundunum í
Reykjavík, gekk í Langholtsskóla með
mörgum góðum Þrótturum. Þar kynnt-
ist ég líka eiginkonu minni Ingibjörgu
Pálmadóttur, en við byrjuðum að vera
saman í upphafi menntaskólaáranna. Við
eigum þrjú börn, Sunnu níu ára, Birtu sjö
ára og Sigurð fjögurra ára.“ Fjölskyldan
hefur nú búið erlendis í 11 ár og bömin
hafa farið í þýska og japanska leikskóla
og austurríska grunnskóla. „Okkur hefur
liðið vel á erlendri grundu, höfum líka
verið á áhugaverðum stöðum, notuðum
til dæmis tækifærið þegar við vorum í
Japan og heimsóttum Malasíu, Taíland og
Indónesíu. Síðan höfum við alltaf notað
tækifærið í sumarfríum að fara heim til
íslands og heimsótt vini og ættingja. í
Bregenz í Austurríki er síðan hægt að
njóta náttúrunnar, á sumrin við Bodensee
og á vetuma á skíðasvæöunum."
Hvaða íþróttín stundaðir þú
á æskuarum?
„Ég æfði fótbolta og handbolta með Val
og í skólanum var mikil áhersla lögð á
körfubolta þar sem Einar Ólafsson körfu-
knattleiksþjálfari hjá ÍR starfaði. Einnig
vomm við mikið í blaki. Þetta kom nú
líka til vegna þess að engin mörk voru í
salnum. Mamma og pabbi eru náttúm-
lega rauð í gegn þannig að það var farið
með okkur bræður niður að Hlíðarenda.
A vetuma var það bara litli salurinn en
á vorin byrjuðu fótboltaæfingar á möl-
inni.“
Eftirminnilegir þjálfarar?
„Halldór Halldórsson (Alibaba), galdra-
karlinn, tók mig með Lalla bróður til
Danmerkur í fyrstu keppnisferðina. Hann
smitaði mig af ástríðu fyrir fótbolta.
Sævar Tryggvason var gríðarlega vand-
aður maður sem hélt vel utan um okkur
strákana. Róbert Jónsson kenndi mér
fótbolta og gerir enn þegar ég hitti
hann á vellinum. Sigurbergur
Sigsteinsson „strákar, það er
hægt að berjast endalaust
í þessu veðri“. í hand-
boltanum var Magnús
Blöndal fyrsti þjálfari
minn og hann hafði
gríðarleg áhrif á
okkur. „Strákar, ekki
sparka í sætin," sagði
hann þegar hann var að hita Volvoinn
með 10-12 gutta í bflnum. Guðfaðirinn
Theódór Guðfinnsson, sem bjó til þetta
’73 lið og kenndi okkur að umgangast
hver annan og leyfði okkur lflca að prófa
alls konar tækni, trix og sirk-
us/týpur. Mætti líka eld-
snemma á laugardags-
morgnum í fleiri
ár. Boris Bjarni
var aldrei þjálf-
ari minn í yngri
flokkunum, en
hann var alltaf að
djöflast í okkur.
Laga hitt og þetta
sem var alveg
ómetanlegt, mikill
skóli.“
íslandsmeistani
í fótbolta og í
unglingalandsliðinu
„Mín helstu afrek í
fótbolta voru þau
að leika ungl-
ingalandsleiki,
meðal annars
við England.
Ég hef oft velt
því fyrir mér
hvort Beckham,
Scholes og
Neville bræð-
urnir hafi verið
með en ég bara
man það ekki. f
liði okkar voru
meðal annarra
Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir,
Lárus Orri, Pétur
Marteinsson
og fleiri
góðir.
Síðan varð ég íslandsmeistari með 5.
flokki Vals. Einhverjir haust- og Reykja-
víkurmeistaratitlar duttu inn hér og þar.“
Handbolti varð fyrir valinu
sem aðalíþróttagrein
„Það sem réð sennilega mestu um
að handbolti varð fyrir valinu var
Þorbjörn Jensson. Ég hafði verið
slæmur í baki eitt sumarið í fót-
boltanum og missti því aðeins
dampinn þar. Um haustið tók
Tobbi mig inn í meistara-
flokkshópinn í handbolt-
anum, sem var þá troðfull-
ur af hetjum. Mér gekk vel
að aðlagast og fann mig vel.
Einnig skipti máli að hópurinn
(fæddur 1973) sem ég ólst
upp með í hand-
b o 1 t -