Valsblaðið - 01.05.2006, Side 17
GRUPO
„Me'r hefur gegnið vel ístarfi þjálfara “ segir Dagur sem hér stýrir leikmönnum Bregenz eins og herforingi.
Koma svo og berjast.
leikmanna. Þetta bjargaðist samt allt fyrir
hom sem betur fer.“
Gaman að þjálfa
„Mér hefur gengið vel í starfi þjálfara, en
þetta er alltaf spurning um að passa við
það lið sem maður stjómar, vinna traust
og virðingu leikmanna. Eg tók mér margt
til fyrirmyndar frá Jóni Kristjánssyni og
Skúla Gunnsteinssyni (þeir vom spil-
andi þjálfarar hjá Val 1996), þ.e. að vera
sanngjam við menn, treysta á samstarfs-
fólkið og skynsemi leikmanna. Síðan
hef ég reynt að smita félagið með þeim
sigurvilja og krafti sem einkennir okkur
Valsmenn. Ég er ekki hættur í þjálfun þó
svo að ég ætli að taka mér frí á næstunni.
Það em nokkur verkefni sem mig langar
til að takast á við, það liggur samt ekkert
á því. Það að þjálfa meistaraflokk Vals
væri sannarlega mikil og skemmtileg
áskomn, en ekkert sem þarf að gerast
á næstu árum enda erum við með topp-
mann, Oskar Bjama, við stjórnvölinn.“
Úlafun Stefánssop besti
handboltamaður Islands
„Óli Stef. er bestur allra íslendinga og
einn af bestu leikmönnum heims, hann
hefur öll vopn á hendi. Skot utan af velli,
gegnumbrot í báðar áttir, gott auga fyrir
spili, frábær í hraðaupphlaupum, enn
þá betri að hlaupa aftur og ágætis vam-
armaður ef hann er með Fúsa sér við
hlið. Hans stærsti kostur er samt karakt-
erinn, hann er sigurvegari og vill umfram
allt vinna."
Heim til íslands á ný
Dagur ákvað í lok síðasta tímabils að
flytja heim í júní 2007. „Mér fannst vera
kominn tími til að taka þátt í atvinnu-
lífinu á íslandi og var í sannleika sagt á
leiðinni í eitthvað annað en íþróttatengt
starf. Við vomm á Islandi og ég bað
Brynjar Harðarson að kíkja með mér á
fasteignarmál, þá barst okkar ágæta félag
í tal, eins og alltaf þegar við félagamir
hittumst. Hann fór að segja mér frá stöðu
félagsins, möguleikum þess til framtíð-
ar. Hann kveikti í mér og stuttu seinna
fékk ég símtal frá Grími Sæmundsen.
Það þurfti ekki langan tíma til að ganga
frá hlutunum þegar ég heyrði af áhuga
stjómar Vals að fá mig í starfið.“
Spennandi
uppbygjginparstarf fram
undan a Hliðarenda
„Félagið í samvinnu við Valsmenn hf.
bað mig fara í gegnum endurskipulagn-
ingu með ráðgjafafyrirtækinu Capacent.
Sú vinna mun vonandi skila okkur félagi
með skýra stefnu og klár markmið til
að vinna að. Vonandi ná allir að sam-
einast um þá stefnu og koma jákvæðir
og fullir eldmóðs í þá vinnu fyrir Val. Ég
hlakka til að taka þátt í starfinu sem fram
undan er, hlakka til að sjá alla íþróttasali
Vals fulla af kraftmiklum krökkum sem
drekka í sig fróðleik frá bestu þjálfurum
landsins. Áfram Valur," segir Dagur að
lokum.
Valsblaðið 2006
17
CO