Valsblaðið - 01.05.2006, Page 26

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 26
að leyna að erfitt hefur á stundum verið að uppfylla kröfur bankans um virkni reikninga iðkenda og því hafa færri krón- ur skilað sér til starfsins en á upphafs- árunum. Friðriksbikar, Lollabikar og dómara- verðlaun Á uppskeruhátíð yngri flokkanna 2006 var Friðriksbikarinn veittur í þriðja sinn. Gerð hefur verið grein fyrir tilurð þess- arar verðlaunaveitingar í fyrri skýrslum, en um er að ræða viðurkenningu fyrir iðkendur í 3. flokki karla og kvenna. Gefandi Friðriksbikarsins er KB banki við Hlemm og er bikarinn að sjálfsögðu kenndur við Sr. Friðrik Friðriksson. Björg Magnea Ólafsdóttir aðstoðaði á hátíðinni við veitingu verðlaunanna í fjarveru Þorsteins Ólafssonar útibússtjóra KB banka. Um er að ræða veglegan far- andbikar og annan til eignar sem veittur er árlega til iðkenda í 3. flokki karla og kvenna sem þykja skara fram úr í félags- þroska innan vallar sem utan. í ár hlutu viðurkenninguna þau Lilja Gunnarsdóttir og Tómas Karl Kjartansson. Unglingaráð færir KB banka sérstakar þakkir fyrir aðkomuna að þessum verðlaunum. Á liðnu starfsári hlaut Heiða Dröfn Antonsdóttir 4. flokki kvenna Lollabikarinn svonefnda sem kenndur er við Ellert heitinn Sölvason eins og öllum er kunnugt um. Viðurkenninguna Dómari ársins hlaut Magnús Steinþórsson. Þátttaka yngri flokka í mótum Valur tók þátt að venju þátt í öllum hefð- bundnum mótum á vegum KSÍ og KRR auk ýmissa annarra helgarmóta sem haldin voru á starfsárinu vítt og breitt um landið. Árangur í flestum flokkum var góður. Bent er sérstaklega á fréttir af starfi og gengi yngri flokka á valur.is, en unglingaráð leggur mikið upp úr því að fluttar séu fréttir af starfi flokkanna á heimasíðu félagsins. Drengjaflokkar Árangur 3. flokk karla á íslandsmótinu varð þó því miður ekki eins og vænst var og féll Iiðið í B-deiId á ný. Nokk- ur stígandi var í árangri 4. flokks karla á sama móti og góður endasprettur á lokametrunum eftir góðan árangur á Rey Cup í júlí tryggði viðunandi niðurstöðu í íslandsmótinu. Verður allt kapp lagt á að bæta gengi flokksins á næsta íslands- móti. 5. flokkur drengja var mjög fámennur lengst af og skýrir það einna helst slakt gengi flokksins á árinu. Mikilvægt er þar, eins og í 4. flokki karla, að tryggja viðunandi fjölda iðkenda og koma í veg fyrir brottfall í þessum flokki sem hefur 26 Valsblaðiö 2006

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.