Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 40

Valsblaðið - 01.05.2006, Qupperneq 40
Valsmenn kampakátir eftir þrefaldan sigur Vals í körfuboltanum árið 1979. Frá vinstri: Baldvin Jónsson, Grírnur Sœmundsen, Bergur Guðnason, Olafur Laufdal, Hemmi Gunn, Henson og leikmennirnir Þórir Magnússon, Ríkharður Hrafnkelsson, Sigurður Ágústsson og Torfi Magnússon. 3. og 4. flokki unnum við öll mót að einu haustmóti undanskildu. Það sama gerðist í handboltanum á sama tíma. Við unnum þetta fyrst og fremst á félagsskapnum. Þegar ég var nýbakaður íslandsmeistari í 3. flokki hitti ég Albert heitinn Guðmundsson, fyrsta atvinnuknatt- spyrnumann okkar íslendinga og einn þann besta sem við höfum átt. Hann var góður vinur Hermanns, móðurbróður míns. Albert pikkaði í mig í fjölskyldu- boði þegar ég var fimmtán ára og sagði: „Ég hef aðeins fylgst með þér og það er alveg ljóst að þú verður kominn í meist- araflokk Vals í fótbolta á næsta ári.“ Mér þótti þetta alveg fáránleg della því á þessum árum var Valsliðið skipað mjög reynslumiklum mönnum sem flest- ir voru 25-30 ára. Síðan sagði Albert. „Þegar það gerist muntu fá tíu menn upp á móti þeir, þar af einhverja sem standa þér nærri. Öfundin mun gera vart við sig hjá þeim sem vilja vera í þínum sporum. Og ef þú stendur þig vel og nærð að festa þig í meistaraflokki færðu 10 x 10 á móti þér og ef þú verður valinn í landsliðið og lætur að þér kveða verður fjöldinn 100 x 100“ Ég man þetta eins og Albert hefði sagt þetta í gær. Mér þótti þetta svo óraun- verulegt og fjarlægt að það eina sem ég mundi var þetta með öfundina. Svo gerð- ist það strax á næsta ári að ég og Svenni Alfons vorum valdir til að spila æfinga- leik með meistaraflokki og vorum báðir í byrjunarliðinu. Skömmu síðar tókum við þátt í Reykjavíkurmótinu, unnum það með stæl og við Svenni skoruðum öll mörkin í úrslitaleiknum gegn Þrótti. Á þessum árum voru á bilinu 2000-6000 manns að sækja leiki í þessu móti. Þetta er árið 1963 og ég man það svo glöggt að þegar við vorum að fagna sigri heyrði ég Árna Njálsson, minn góða vin, leik- mann og þjálfara tauta: „Maður er búinn að berjast í því að reyna að verða Reykjavíkurmeistari í fótbolta í níu ár og svo komu bara einhverjir krakkar og vinna þennan titil fyrir okkur.“ Ég lék með Val í öllum flokkum í fótbolta og handbolta og þó nokkra leiki með meistaraflokki í körfubolta. Það eru vitanlega milljón eftirminnilegar stundir frá þessum árum en alltaf stendur félags- skapurinn upp úr. Oftar en ekki sá amma mín sáluga ýmislegt fyrir sem átti eftir að hjálpa mér síðar. Hún sá t.d. fyrir dauða Jóns Kristbjörnssonar árið 1933 gegn KR og varaði Hermann frænda við. Ég bað oft til ömmu minnar og fann að hún veitti mér mikinn styrk. Vorið 1966, þegar ég var nítján ára, var ég valinn í landsliðið í handbolta og fótbolta. Ég var að ljúka námi í Verzló, Reykjavíkurmótið í knattspyrnu var nýhafið og við höfðum eingöngu leikið gegn Þrótti. Ég skoraði þrjú mörk í leikn- um sem var svo sem ekkert merkilegt. Ég kaus að fara með landsliðinu í hand- bolta í keppnisferð til Bandaríkjanna og missti af tveimur leikjum á meðan, gegn Fram og Víkingi. Valur gerði 0:0 jafnt- efli báðum leikjunum og því vár slegið upp í fjölmiðlum að Valur saknaði mín. Á meðan tókst mér að setja heimsmet í Bandaríkjunum með því að skora sautj- án mörk í einum landsleik. Metið stóð til 1995 þegar menn ákváðu að slá metið og það var Gústaf Bjamason sem fékk dygga aðstoð við það. Hann tók öll víti í landsleik á Selfossi og honum var uppá- lagt að Ijúka öllum sóknum. Við Gústi höfum mikið fíflast með þetta síðan en það er nú önnur saga. I flugvélinni á leiðinni heim frá Bandaríkjunum sáum við í blöðunum að það væru vangaveltur um það hvort ég næði að spila með Val gegn KR til úrslita á Reykjavíkurmótinu. Við áttum að lenda að morgni leikdags og þar sem ég var algjörlega ósofinn og tímamun- urinn mikill, átti enginn von á því að ég myndi spila. Ég var varla kominn inn um dymar um hádegisbil þegar Óli B. þjálfari hringdi en hann er einhver magnaðasti þjálfari sem ég hef kynnst. Ég set hann hiklaust í sama gæðaflokk og Youri Illitchev. Óli sagði að ég yrði að gjöra svo vel að mæta og ráðlagði mér að leggja mig ekki neitt yfir daginn. Mamma eldaði kjötsúpu fyrir mig og ég hékk það sem eftir lifði dags, grútsyfj- aður. Um 10.000 manns mættu á úrslita- leikinn, ekki síst til að sjá hina nýju 40 ValsblaOið 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.