Valsblaðið - 01.05.2006, Side 48

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 48
Glæsileg mannvirki, . að pisa að Hliðarenda Nýja íptóttahiísið og tengibygging verða vígð 11. maí 2007 á 00 ára almæli Vals í apríl 2005 var uppbygging nýs íþrótta- húss, stúku og tengibyggingar með félagsaðstöðu boðin út. Tilboði Markhúsa ehf var tekið og hafa Valsmenn getað fylgst með uppbyggingu nýja íþrótta- hússins með ánægju og stolti á und- anförnum mánuðum, en verkið er reynd- ar nokkuð á eftir áætlun. Á meðfylgjandi myndum má sjá stöðu framkvæmda 10. desember við nýja íþróttahúsið, stúkuna fyrir aðalkeppnisvöll afreksliða félagsins í knattspymu og tengibyggingu. Á næstu mánuðum verður unnið hörðum höndum við frágang innanhúss sem utan þannig að unnt verði að ljúka framkvæmdum og færa starfsemi félagsins að Hlíðarenda að nýju fyrir starfsemi allra deilda. Sjá nán- ari umfjöllun um framkvæmdir í skýrslu aðalstjómar. Gengið hefur verið frá samningum við Reykjavíkurborg og Valsmenn hf um, að í stað gervigrasvallar við hlið aðalkeppnisvallarins rísi knatthús og er bygging þess mikið tilhlökkunarefni fyrir Valsmenn. Það verður mikil tilhlökkun fyrir alla Valsmenn að nýta glæsilega æfinga-, keppnis- og félagsaðstöðu að Hlíðarenda en að framkvæmdum loknum mun Valur bjóða upp á bestu hugsanlegu aðstæð- Staða framkvœmda að Hlíðarenda um miðjan desember 2006. Glœsileg mannvirki eru að taka á sig endanlega mynd. ur til íþróttaiðkunar fyrir allar deildir og aðra starfsemi félagsins. Á meðan beðið er þurfa Valsmenn að sýna þolinmæði og þrautseigju og láta tímabundin óþægindi vegna aðstöðuleysis ekki hafa áhrif á félagsandann. 48 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.