Valsblaðið - 01.05.2006, Side 60

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 60
Emr Pétur Veigar Pétursson Starf yngri flokka Vals hefur verið blóm- legt í vetur þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar aðstæður. Framkvæmdir að Hlíðarenda hafa dregist á langinn frá fyrstu áætlun og af þeim sökum hefur starfsumhverfi félagsins í vetur ekki verið eins og best verður á kosið. Núna æfum við á tíu mismunandi stöðum í borg- inni og hefur það kostað mikla vinnu og skipulagningu að koma öllum flokkum fyrir í íþróttahúsum skóla og á völlum nágrannafélaga. Þrátt fyrir húsnæðisleysi sjáum við ljósið nálgast því nú styttist í að félagssvæði Vals að Hlíðarenda verði tilbúið. Þegar framkvæmdum lýkur mun Valur bjóða upp á íþróttasvæði eins og gerist best á íslandi og því má með sanni segja að bjartir tímar séu framundan. Iðk- endur, foreldrar og þjálfarar hafa staðið þétt saman í aðstöðuleysinu og sýnt mikla samheldni og baráttuanda. Með jákvæðu hugarfari munum við koma enn sterkari til baka eftir þessa erfiðu tíma. Fjölgun iökenda markmiðið með nýrri og hættri aðstöðu Með nýrri og bættri aðstöðu mun Valur geta þjónað fleiri iðkendur og er mark- mið félagsins að fjölga iðkendum til muna. Efling starfsins og fjölgun iðkenda gerist ekki sjálfkrafa þótt aðstaða batni og því er verðugt verkefni framundan. Nú er komin af stað hugmyndavinna um breytt fyrirkomulag yngstu flokkanna með það að markmiði að efla þjónustu við fjölskyldur í hverfinu og laga íþrótta- iðkun að þörfum fjölskyldunnar. Þessi hugmyndavinna miðar að því að sam- þætta skóla og frístundastarf hjá yngstu börnunum. Með þeim breytingum gæti íþróttastarf yngstu iðkendanna verið lokið fyrr á daginn en ella og þar af leið- andi geta börnin varið seinni hluta dags með fjölskyldunni. Einnig er gert ráð fyrir því að með tilkomu svokallaðra frí- stundakorta muni fleiri börn nýta sér þá þjónustu sem í boði er hjá Val. Stuðninnur borganinnar við íþróttaiokun barna frá 2007 fþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur mun á tímabilinu 1. sept. 2007-1. sept. 2008 veita öllum börnum í Reykjavík 12.000 króna inneign til frístundaiðk- unar. Þessi upphæð hækkar svo í 25.000 krónur árið 2008 og í 40.000 krónur árið 2009. Börnin geta nýtt þessa inneign til hvers kyns tómstundaiðkunar, þar með talið þátttöku í íþróttum hjá Val. Búist er við að frístundakortin komi sem vít- amínsprauta inn í starfsemi- íþróttafélaga því þau létta undir greiðslubyrði fjöl- skyldunnar og þar af leiðandi er búist við auknum iðkendafjölda. Það er því ekki aðeins uppgangur í mannvirkjamálum hjá Val heldur er Reykjavíkurborg farin að styrkja börn til íþrótta- og tómstunda- iðkunar sem er jákvætt. Með hliðsjón af því sem hér hefur greint frá horfum við björtum augum til framtíðar og rétt er að minna á að allir eru velkomnir í Val. Nýin iðhendup epu sépstaklega boðnip velhomnip og einnig epu þeip sem hafa hætt að æfa hvattip tii að bypja aftup. Æfingatímar í öllum fiohhum í öiium deildum epu aðgengilegip á valur.is. Einnig ep hægt að fá bæhling með yfipliti yfip stapfið í yngpi flohhunum á shpifstofu félagsins að Hlíðapenda. 60 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.