Valsblaðið - 01.05.2006, Page 63
Starfið er margt
Meistaraflokkur karla í handknatt-
leik 2006-2007. Efsta röð frá vinstri:
Kristján Þór Karlsson, Hjalti Pálma-
son, Ingvar Guðmundsson, Elvar
Friðriksson, Baldvin Þorsteinsson og
Anton Rúnarsson. Miðröð frá vinstri:
Guðlaugur Karlsson, Gunnar Möller,
Hörður Gunnarsson, Stefán Karls-
son, Davíð Höskuldsson, Gunnar
Harðarson, Ernir Hrafn Arnarson,
Markús Máni Michaelsson, Orri Freyr
Gíslason, Atli Steinþórsson, Heimir
Ríkarðsson aðstoðarþjálfari, Oskar
Bjarni Oskarsson þjálfari og Jóhannes
Lange. Neðsta röð: Arnór Gunn-
arsson, Sigurður Eggertsson, Ingvar
Arnason, Pálmar Pétursson, Olafur
Haukur Gíslason og Fannar Frið-
geirsson. Á myndina vantar Ægi Hrafn
Jónsson, Guðna Jónsson og Sólveigu
Steinþórsdóttur sjúkraþjálfara.
leikmenn og velunnarar deildarinnar hafa
hjálpað mikið til, auk þess sem stjórn-
in þetta tímabilið var skipuð öflugum
mönnum úr öllum áttum. Hér má þó allt-
af gera betur og sennilega hefur aldrei
verið meira spennandi fyrir fólk að koma
að starfinu en einmitt núna, þar sem svo
stutt er í nýja aðstöðu.
Öflugt starf í yngri flokkum
Það sem stendur upp úr í árangri yngri
flokka félagsins tímabilið 2005-2006 er
árangur 2. flokks karla, en þeir vörðu
fslandsmeistaratitil sinn undir stjórn
Heimis Ríkharðssonar. Það undirstrik-
aði þá staðreynd að framtíðin er björt,
en margir af leikmönnum 2. flokks voru
þegar á þessu tímabili farnir að leika lyk-
ilhlutverk í meistaraflokki. Ekki var bik-
armeistaratitill 3. flokks karla síðri árang-
ur, en úrslitaleikurinn í Höllinni bauð
upp á rafmagnaða spennu. Andstæðing-
arnir voru FH og endaði leikurinn í fram-
lengingu þar sem Valsmenn skoruðu sig-
urmarkið á lokasekúndunni.
Meistaraflokkarnir í toppbaráttu
Meistaraflokkarnir voru báðir í toppbar-
áttu fram til loka síðasta tímabils. Meist-
araflokkur karla endaði í 3. sæti DHL-
deildarinnar en liðið sýndi oft á tíðum
mjög góða takta og spilaði skemmtilegan
handbolta. Á tímabili leiddi liðið deildina
en hélt því miður ekki út og það verður
því verkefni yfirstandandi tímabils að ná
titlinum að Hlíðarenda eftir allt of langa
fjarveru. Bikarkeppnin fór ekki vel en
liðið datt út úr 16 liða úrslitum.
Deildarbikarinn var ný keppni í fyrra
sem kom að vissu leyti í stað úrslita-
keppninnar, en fjögur efstu liðin höfðu
þátttökurétt í þeirri keppni. Strákarnir
unnu fyrsta leikinn í undanúrslitum en
urðu síðan að sætta sig við tvö töp í röð
gegn Haukum og þar með var tímabilinu
lokið.
Meistaraflokkur kvenna var einnig
með í baráttunni fram á síðustu stundu,
en stelpurnar enduðu í öðru sæti, einu
stigi á eftir Islandsmeisturum ÍBV. Það
var einnig liðið úr Vestmannaeyjum sem
gerði bikardraum Valsstelpna að engu
en liðin mættust í undanúrslitum keppn-
innar. Valsstelpurnar náðu hins vegar
fram hefndum í Deildarbikarnum og
3.fIokkur bikarmeistarar
2006. Efsta röð frá vinstri:
Heimir Ríkarðsson, Magn-
ús Hrafit Hafliðason,
Arnar Hrafli Arnason,
Ármann Davíð Sigurðsson,
Hákon Hrafn Sigurðarson
Gröndal, Kristleifur Guð-
jónsson, Jóhann Friðgeirs-
son og Jóhannes Lange.
Miðröð: Sólveig Stein-
þórsdóttir og Ingvar Krist-
inn Guðmundsson. Neðsta
röð: Magnús Stefánsson,
Daníel Freyr Gústafsson,
Birkir Marínósson, Anton
Rúnarsson, Orri Freyr
Gíslason, Arnar Ragn-
arsson og Alexander
Lúðvíksson.
Valsblaðið 2006
63