Valsblaðið - 01.05.2006, Page 65

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 65
Samningar undirritaðir við ýmsa leikmenn. Efri röð frá vinstri: Soffía Rut Gísladóttir, Arnór Gunnarsson, Ernir Hrafn Arnarson, Gunnar Harðarson, Pavla Skavronkova, Gréta Þórsdóttir Björnsson. Neðri röð: Stefán Karlsson formaður Itandknattleiksdeildar, Markús Máni Michaelsson, Olafur Haukur Gíslason. Ekki var minna um að vera í leik- mannamálum meistaraflokks karla. Mohamadi Loutoufi hélt heim til Frakk- lands en þessi skemmtilegi leikmaður setti mikinn svip á deildina í fyrra, auk þess að vera frábær félagi. Tveir örvhent- ir leikmenn gengu til liðs við okkur, þeir Ernir Hrafn Arnarson og Amór Gunnars- son. Emir kom frá Aftureldingu, en hann er meðal efnilegri leikmanna landsins. Það sama er hægt að segja um Amór sem kom frá Þór á Akureyri. Gunnar Harðarson línumaður kom frá Fram, en hann er eins og hinir tveir mjög efnilegur og öflugur leikmaður, þrátt fyrir að vera rétthentur. Markús Máni Michaels- son kom heim til Islands frá Dússel- dorf í Þýskalandi og þarf ekkert að fara mörgum orðum um hversu sterkur leikmaður er þar á ferð, uppalinn Vals- ari í landsliðsklassa. Hið sama má einnig segja um Ólaf Hauk Gíslason markvörð, sem er kominn heim á Hlíðarenda eftir að hafa alið meistaraflokksferil sinn í ÍR, auk þess að spila síðasta tímabil í Sviss. Bjartir tímar tram undan Leikmannahópamir eru báðir mjög sterk- ir og til alls líklegir á yfirstandandi tíma- bili. Þegar þetta er skrifað eru bæði lið í bullandi toppbaráttu og engin ástæða til annars en horfa björtum augum til fram- tíðar. Yngri flokka starfið hefur farið vel af stað og iðkendafjöldi haldist þrátt fyrir aðstöðuleysið. Við höfum hæfustu þjálfara landsins innanborðs, sjaldan eða aldrei hafa fleiri frábærir þjálfarar verið samankomnir í einu og sama félaginu. Ný aðstaða er ekki langt frá því að verða að veruleika og ljóst að um byltingu verður að ræða fyrir handknattleiksdeild, sem og aðrar deildir félagsins. Þó að við séum ekki á Hlíðarenda fer ágætlega um okkur í Höllinni og hvetjum við fólk til að fjölmenna á þá leiki sem eftir eru af tímabilinu, enda em þetta frábær lið sem eiga stuðning okkar skilinn. Einnig hvetj- um við foreldra til að taka virkan þátt í starfinu með börnum sínum og koma með þeim á leiki hjá leikmönnunum sem eru fyrirmyndir þeirra. F.h. handknattleiksdeildar, Stefán Karlsson, formaður

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.