Valsblaðið - 01.05.2006, Side 74

Valsblaðið - 01.05.2006, Side 74
Biómstrandi stari í vngpi flohkum og meistarafloRkur á uppteið Skýrsla körfuknattleiksdeildar áriö 2006 Úr leik Vals og Pórs í Kennaraháskólanum. Meistaraflokkur leikur heimaleiki sína í vetur í íþróttahúsi Kennaraháskóla Islands en mikil tilhlökkun er í hópnum að komast aftur heim á Hlíðarenda. Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals 2005-2006 Gunnar Zo'éga, formaður Torfi Magnússon, varaformaður Guðmundur Guðjónsson Hreiðar Þórðarson Lárus Blöndal Sveinn Zoega Svali Björgvinsson stýrir fjármálahópi deildarinnar Allir stjórnarmeðlimir eru áfram í stjórn starfsárið 2006-2007 og ber að þakka öllum stjórnarmönnum fyrir mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf hjá Val. Það hafa verið mörg verkefni í gangi hjá stjórninni og margt áunnist. Það er mikið gleðiefni að kvennakarfa sé aftur komin í Val og allir yngri flokk- ar félagsins bættu sig á síðasta ári. Þessi vetur lítur mjög vel út í körfunni hjá Val, m.a. vegna fjölgunar iðkenda. Miklar framfarir eru í öllum yngri flokkunum og við eigum mjög sterkan meistaraflokk karla. Yngri flokkar félagsins stóðu sig mjög vel þar sem hæst ber árangur 11. flokks sem Agúst Jensson hefur þjálfað und- anfarin ár. Auk þess urðu strákamir Reykjavíkurmeistarar og í öðru sæti á Islandsmótinu. Góður tólf manna hópur af leikmönnum og eru margir farnir að æfa og spila með meistaraflokki félags- ins. Það verður mjög áhugavert að fylg- jast með strákunum en þeir hafa lagt sig mikið fram undanfarin ár. Meistaraflokkur Eggert Maríuson þjálfaði meistaraflokk- inn fyrsta veturinn á síðasta tímabili. Miklar breytingar urðu á liðinu og Eggert hefur verið að byggja upp sterkt meist- araflokkslið þar sem uppistaðan eru upp- aldir Valsmenn. Liðið var þriðja árið í röð í fyrstu deild og enn einu sinni missti liðið af sæti í efstu deild eftir tapleiki í undanúrslitum. Stefnan er að sjálfsögðu áfram sett á að komast upp og byggja upp sterkt Valslið um komandi ár. 74 Valsblaðið 2006

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.