Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 84
Félagsstarf
Blómlegt starí hjá vaiskórnum
Það voru fagrir tónar sem bárust frá Frið-
rikskapellu þegar fulltrúi Valsblaðsins tók
hús á Valskórnum nú í nóvember. Ekk-
ert minna en Halelújakórinn úr Messíasi
eftir Hándel. Valskórinn var að æfa fyrir
árlegt aðventukvöld í Friðrikskapellu,
sem ávallt er hátíðleg stund, þar sem andi
stofnandans Friðriks Friðrikssonar svífur
yfir.
Starfsemi Valskórsins hefur verið í
miklum blóma síðastliðið ár. Virkir með-
limir kórsins eru um tuttugu og sjö og
kórstjóri er Bára Grímsdóttir tónskáld.
Kórnum hefur haldist vel á stjórnend-
um því Bára er einungis sá þriðji frá
stofnun kórsins frá 1992. Það var Gylfi
Gunnarsson tónlistarmaður og skólastjóri
sem leiddi kórinn fyrstu árin en síðan tók
Guðjón Steinar Þorláksson við og stjóm-
aði kómum til haustsins 2004. Guðjón
vann það þarfa verk að útsetja Valslagið
fyrir blandaðan kór enda er lagið sungið
á hverjum tónleikum Valskórsins.
Kórinn æfir að jafnað í einu sinni
í viku en er nær dregur tónleikum er
æfingum fjölgað því metnaður kórfélaga
er mikill. Kórinn hélt sína árlegu vor-
tónleika í lok maí en strax eftir sumarfrí
var farið að huga að næsta verkefni sem
vom sameiginlegir tónleikar Valskórsins
og Skálholtskórsins. í lok október var
svo skundað austur í Biskupstungur og
haldnir tónleikar í Aratungu sem tókust
vel. Fjölmargir áheyrendur fögnuðu söng
kóranna. Þótti mörgum sem kóramir
hefðu mátt syngja fleiri lög. Valskórinn
kom svo fyrr á árinu fram í nýrri kirkju
að Sólheimum í Grímsnesi að tilstuðl-
an Péturs Sveinbjamarsonar fyrrverandi
formanns félagsins og söng svo á hátíð-
arsamkomu 11. maí á 95 ára afmæli
félagsins.
Létt var yfir kórfélögum er Valsblaðið
heimsótti kórinn á æfingu því þar er
maður manns gaman og sungið af lífi og
sál. Kórinn er því kærkominn vettvangur
fyrir alla söngglaða Valsmenn sérstak-
lega þá sem ekki eru lengur á sínu létt-
asta skeiði í framvarðasveit keppnisliða
félagsins. Margir félagar kórsins tengjast
Val með einhverjum hætti. Þeim sem
fyllt hafa raðir Valsmanna frá æsku finnst
afskaplega skemmtilegt að eiga erindi að
Hlíðarenda að minnsta kosti einu sinni í
viku. Það minnir svolítið á gömlu dagana
þegar Hlíðarendi var miðpunktur heims-
ins.
Ekki er vitað til þess að önnur íþrótta-
félög skarti blönduðum kór innan sinna
vébanda svo segja má að starfsemi
Valskórsins sé á ýmsan hátt merkileg.
Það er því óskandi að Valskórinn nái að
dafna og eflast enn frekar á næstu árum
og Valsmenn flykkist á tónleika kórsins.
Áfram Valur, fleiri mörk!
Jón Guðmundsson
Vilskórinn c/iir hinlcikci i Aruniiiu,u íokuíbcr 2006. AJiari i <"><): Slc/iín llaUdórsson. Sif>nrdur (iiiðjóiisson,
llalhlór lunarssoii, (1 uðni Uarðarson, Jón (liiðiiiiiiulsson, (liiðiiiuiidiir !■ rínianiissoii, Þórarinn Valf>cirsson,
Svcinn Valf>cirsson of> Úl/iir Móssott. b'remri röð: Þorbjörf> Sóilcv liif>adóilir, Jóliaima (Iiiiiii/iói sdóniir, (luð-
bjöif> li. Pclcrscn, IIniJiiliildur liif>ól/sdóiiir, liif>v(ddiir Jónsdóinir, (luðlaiif; Skiíludóilir, Anna Sif>ríður .lóliaiins
dóttir, Þuríðiir Ollcscu, Karitas Ihdldórsdóllir, l.ilja JómasdóUir, Hclf>a Skiiladóiiir, Hctf>a llirkisdóttir. Idsu H.
Asiiiiindsdóltir, Hjiirk Slcin^rinisdóllir ofl Hóru (Irímsdóttir sljóriunuli.
84
Valsblaðið 2006