Valsblaðið - 01.05.2006, Page 94
hæfileikum sínum með leti og metnaðar-
leysi. Gott er að setja sér krefjandi lang-
tíma- og skammtímamarkmið og þess
valdandi að iðkandi leggi sig 100% fram
í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Það
er gríðarlega mikill munur á þeim iðk-
endum sem mæta með það að leiðarljósi
að bæta sig og þeim sem mæta fyrir ein-
hvem annan en sjálfan sig. Einnig tel ég
þann tíma sem iðkendur nota fyrir utan
æfingar mjög dýrmætan og þeir sem nota
tímann sinn til þess að æfa og leika sér
í íþróttum skara alltaf fram úr og hafa
ákveðið forskot" segir Freyr og talar
greinilega af reynslu.
Mikið fovannargildi íþnótta
Freyr telur íþróttir vera sterkustu forvöm
sem hægt sé að finna. „Það er alveg klárt
að með því að vera í íþróttum em böm
og unglingar í heilbrigðu umhverfi með
gott aðhald sem krefst þess að einstakl-
ingur sé í góðu líkamlegu og andlegu
jafnvægi. Ég er sannfærður um að íþrótt-
ir hafa ómetanlegt gildi í forvamarstarfi
segir Freyr og leggur mikla áherslu á orð
sín.
Mikilvægar fyrirmyndir í
meistaraflokkum
„Það skiptir miklu máli að bömin sjái
meistaraflokksleikmenn og líti á þá sem
fyrirmyndir. Með því að virkja tengsl
milli meistaraflokka og þeirra yngri er
verið að efla félagsmanninn í barninu.
Það skiptir máli að félagið ali upp alvöru
félagsmenn sem hugsa um félagið sitt
með hlýju og vilja til þess að leika með
því í gegnum súrt og sætt. Það þarf að
virkja félagsandann miklu meira, til að
mynda með því að fá meistaraflokkana á
einstaka leiki eða æfingar yngri flokkana.
Það er ýmislegt hægt að gera til að búa
til góðan félagsmann og það þarf félagið
virkilega að hugsa um núna á meðan það
er í raun heimilislaust," segir Freyr sann-
færandi.
ræður ríkjum hjá iðkendum, foreldrum
og þjálfurum," segir Freyr yfirvegaður
og hugsi að lokum.
Uppbyggingin á
Hlíoarenda
„Mér líst rosalega vel
á uppbygginguna á
Hlíðarenda. Þetta verð-
ur náttúrulega fáranlega
flott og spennandi tímar
framundan, það er ekki
leiðinlegt að vera ungur
og efnilegur Valsari og sjá
allt það sem er að gerast.
Völlurinn býður upp á mikla
og góða heimaleikjagryfju
með tilheyrandi stemningu.
Ég vona bara að völlurinn
verði eins nálægt stúkunni
og mögulegt er því það gefur
leiknum aukið gildi þegar
áhorfendur eru nálægt vell-
inum. Svo kemur einnig þessi
yfirbyggði gervigrasvöllur
sem er ekkert nema snilld. En þangað til
er það bara þolinmæði og tillitssemi sem
94
Valsblaðið 2006