Valsblaðið - 01.05.2006, Page 95

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 95
Ungir Valsarar Það þarf aðhafa áhugaogvilja til að ná langtí íþróttum Lllja Gunnarsdóttlr leikur knattspyrnu met 2. flokki og hlaut Friíriksbikarinn 2006 Lilja er 16 ára og hefur æft fótbolta í átta ár. Hún fór fyrst á nokkrar æfingar hjá Breiðabliki og HK en fannst það ekki gaman. Pabbi hennar fór þá með hana á æfingu hjá Val og þar fannst henni strax rosalega gaman. - Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við fótboltann? Þau eru dugleg að mæta á leikina og hvetja mig áfram. Þau keyra mig líka oft á æfingar úr Kópavoginum. Ég heyrði frá einhverjum að stuðningur foreldra geti ráðið úrslitum og ég er sammála því. - Hvernig gekk ykkur í sumar? Við fórum til Danmerkur á mjög sterkt mót og gekk okkur ekki mjög vel á mótinu sjálfu en á tímum skemmtum við okkur vel og það var aðalatriðið. Hópurinn er mjög samheldinn og sterkur. - Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. Þegar við vorum í Danmörku síðasta sumar keyptu sumar stelpumar svo mikið að þær þurftu að henda fötum sem þær voru nýbúnar að kaupa. Sumar keyptu líka níu pör af skóm. - Áttu þér fyrirmyndir í fótbolt- anum? Já, Daniel Agger er í miklu uppáhaldi hjá mér. - Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? Það þarf að hafa áhuga og vilja til að ná langt í íþróttum. Ég þarf að vera ákveðnari í leikjum. - Hvers vegna fótbolti? Pabbi minn sendi mig fótboltaæfingu af því að hann æfði þegar hann var yngri. Ég æfði frjálsar íþróttir í u.þ.b. 6 ár. - Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og Iífínu almennt? Ég ætla að reyna að komast til útlanda í nám á knattspym- ustyrk. í framtíðinni stefni ég á nám læknisfræði. - Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn í haust? Það er frábært af því að þessi verð- laun em jafnmikilvæg og önnur. Verðlaunin komu mér mjög á óvart, ég bjóst ekki við þessu. - Hver stofnaði Val og hvenær? Séra Friðrik Friðriksson árið 1911. - Áttu þér lífsmottó eða lífsspeki? „The problem with the gene pool is that there is no life- guard.“ Úr íþróttanámskrá Knattspyrnufélagsins Vals Unglingar: Eftirfarandi markmið skulu höfð að leioaríjósi: - að auka færni iðkenda í íþróttagrein - að dýpka skilning iðkenda á nauðsynlegu skipulagi og sjálfsaga - að efla þrek með alhliða líkamsþjálfun - að efla félagslegan þroska iðkenda á æfingum og í keppni - að stuðla að forvörnum gegn vímuefnanotkun að stuðla að því að fjöldi iðkenda í aldursflokkum haldist sem mestur að undirbúa iðkendur fyrir keppnis- og afreksþjálfun að hver deild sjái um frekari stefnu og markmiðasetningu með viðkomandi aldurshóp

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.