Valsblaðið - 01.05.2010, Page 102

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 102
Ein affrœgari handboltamyndum sögunnar var tekin í landsleik Islendinga og Jiígóslava í Laugardalshöll árið 1987. Myndin sýnir Guðmund Guð- mundsson, núverandi landsliðsþjálfara Islands,fara inn úr horninu. Saracevic laumar hendinni í ökklann á Guðmundi og eyðilagði fyrir honum fœrið. Dómarinn sá ekkert athugavert. Einar Olafsson Ijósmyndari tók myndina og birtist hún upphaflega í Pjóðviljanum. HSÍ sendi hana ásamt harðorðri kvörtun til EHF. því er átt við að hornamaðurinn haldi sig utar í horninu. Ef leikmaður fer of djúpt þá er erfitt að skora þar sem skothornið þrengist eftir því sem farið er innar í homið og markmaðurinn á auðveldara með að verja. Leysa inn. Þetta er nokkuð sem horna- menn stunda. Þegar þeir leysa inn, þá fara þeir inn á línuna og reyna annars vegar að skapa sér rými til að fá boltann og skora en hins vegar að hafa áhrif á það hvernig vöm andstæðinganna spilar og geta með því móti skapað færi fyrir hina útispilarana í liðinu. Það er einnig til í dæminu að aðrir en hornamenn leysi inn, en það er þá gjarnan í tengslum við einhver leikkerfi. Leikkerfi. Leikkerfi felur í sér fyrir- fram ákveðnar tilfærslur á sóknarmönn- um til að rugla vöm andstæðinganna, skapa með því færi og skora. Upphaf leikkerfis má oft sjá þegar leikstjómandi kallar einhver einföld skilaboð (t.d. nafn á einhverjum samherja, einhverja tölu eða vinstri eða hægri langur eða stuttur) og leikmenn taka að færa sig til með ákveðnum hætti. Hraðaupphlaup. Þegar vörnin vinnur boltann eða markmaður ver skot frá and- stæðingi þá reynum við að komast í sókn í einum grænum, annaðhvort með drippli eða löngum sendingum á þann sem er fyrstur fram. Að skora með uppstökki. Skyttur gera það gjarnan að koma hlaupandi að vörninni með boltann og stökkva upp og skjóta á markið. Það er ekki neikvætt þegar sagt er um skyttu að hún sé upp- stökk, þvert á móti er þetta verðmætur hæfileiki í handbolta. Undirhandarskot. Skotið er á mark en hæð Skotsins er neðan axlar, þ.e. hend- inni er beitt þannig að boltinn í skothend- inni er neðan axlar. Stöðuskot. Skotið er á mark án upp- stökks eða gegnumbrots. Fara á punktinn. Taka víti. Stoðsending. í víðustu merkingu þýðir þetta einfaldlega síðasta sendingin á þann sem skaut á markið. í þrengri merkingu er þetta eingöngu notað yfir þann sem á sendinguna á línu- eða hornamann sem skaut á markið. Vörn og markvarsla Niður. Enn og aftur mætti halda að hand- boltinn færi fram á mörgum hæðum. En stundum heyrist kallað: Koma niöur. En þá er verið að skipa varnarmönnum að spila vömina aftarlega, þ.e. halda sig við línuna. Indíáni. Þegar einn maður spilar fyrir framan vörnina kallast hann indíáni. Hann hefur fyrst og fremst það hlutverk að trufla leikkerfi og sóknartilburði and- stæðinganna. Indíáninn hefur mikið frelsi til að færa sig til hliðanna eftir því sem ástæða er til. 5- 1 vörn. Ákveðin tegund varnarleiks þar sem allir spila vörnina neðarlega (þ.e. við eigin línu) en em með einn leikmann sem spilar fyrir framan. 6- 0 vörn. Allt liðið spilar vörnina neð- arlega. Ef varnarliðið er hávaxið þá er slík vöm þægileg. Línumenn fá lítið rými en skyttur andstæðinganna geta fengið að athafna sig óáreittir. En hávaxna vömin getur þá varist í hávörn. 3-2-1 vörn. Vömin er skipulögð þann- ig að hornamenn og miðjumaður eru neð- arlega. Á milli þeirra eru leikmenn sem spila framar en fremstur er oddamaður. Maður á mann, vörn. Eins og nafnið bendir til á hver varnarmaður að gæta eins sóknarmanns hvert sem hann fer. Þessa vöm er ógemingur að spila heilan leik en henni er oft beitt í lok jafnra leikja þegar lið leggja allt í sölumar til að vinna boltann og skora. Grunnstaða varnarmanns. Hendur fyrir ofan axlir (eins og upp með hendur stellingin í bíómyndunum) en líkamanum snúið þannig að sú hendi varnarmanns sem mætir skothendi andstæðings skal vera framar. Hávörn. Þegar vörnin ver með því að stökkva beint upp með hendur beint upp, þá segjum við hávörnin tók skotið. Að taka úr umferð. Varnarmaður sem stendur alveg ofan í góðum sóknar- leikmanni andstæðinganna og hindrar að hann taki þátt í sókninni er að taka úr umferð. Bannað er að taka úr umferð í 5.-8. flokki. Að fiska. Vamarmaður sem réynir að ná boltanum þegar hann berst á milli sóknarmanna andstæðinganna er að fiska. Júgóslavneska bragðið. Óþokkabragð sem felst í því að rífa í fætur á leikmanni sem fer inn úr hominu og taka hann úr jafnvægi. Mörg alvarleg slys hafa orðið vegna þessa. Sá sem verður uppvís að því að beita þessu má búast við því að fá rautt spjald og útilokun frá leik. Það er litið mjög alvarlegum augum að beita þessu stórhættulega bragði. Gult. Viðvörun vegna leikbrots. Dóm- ari lyftir gulu spjaldi. Tvær mínútur. Leikmaður sem brýtur illa af sér er sendur út af í tvær mínútur. Liðið spilar manni færri á meðan. í yngri flokkunum þar sem leiktíminn er mun styttri er refsitíminn ein mínúta en dóm- urinn heitir eftir sem áður 2 mínútur. Rautt. Leikmaður sem brýtur illa af sér eða hefur í þrígang fengið tvær mín- útur hann fær að sjá rauða spjaldið hjá dómaranum. Það þýðir útilokun frá leikn- um og liðið spilar manni færri í tvær mínútur. Þegar tvær mínútur eru liðnar má nýr maður koma í stað þess sem var útilokaður. í kjölfar þess að hafa fengið rautt spjald þurfa leikmenn að taka út leikbann. 102 Valsblaöið 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.