Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 8
6
BÚNAÐARRIT
sambandsins, þegar Sigurður Jónsson á Arnarvatni
féll frá árið 1946, en hann hafði um allmörg ár ver-
ið endurskoðandi reikninga Búnaðarfélags Islands,
kosinn til þess af Búnaðarþingi, var Guðmundur á
Hvítárbakka kosinn til þess starfs af Búnaðarþingi.
Gegndi hann endurskoðunarstarfinu til dánardægurs.
Öllum, er þekktu Guðmund á Hvítárbakka, og þeir
eru fjölmargir um allt land, varð hverft við þessa
harmafregn. Guðmundur var aðcins 67 ára að aldri,
er liann lézt, og hafði að öllu leyti óbilaða sálarkrafta.
öllum, er þekktu til starfa Guðmundar á Hvítárbakka,
var því ljóst, að þar var að kveðja þelta jarðsvið ein-
hver mesti og bezti búnaðarfrömuður og bóndi, sem
þjóð okkar hefur eignazt. Eg átti því láni að fagna, að
fá sem ungur maður að kynnast Guðmundi. Það var
þegar ég tvítugur að aldri árið 1913, fór í Hvann-
eyrarskólann, en Guðmundur var tveim árum eldri
en ég. Ég var þá strax hrifinn af þessum glæsilega
manni. Síðan licfur margháttað samstarf verið okkar
í millum, og allt á þann veg, að aulca hróður Guð-
mundar i mínum augum. Ég hika ekki við að full-
yrða, að Guðmundur á Hvítárbakka er bezti og lieil-
stcyptasti félagsmálamaður sem ég hef kynnzt. Hann
var að vísu ágætur bóndi og brcytti fremur lélegu
smábýli í stórbýli, en þó mun það verða starf hans
að félagsmálum, sem um langan tíma mun mest og
bezt halda nafni lians á lofti. Guðmundur var gæfu-
maður mikill, álli einhverja hina glæsilegustu og
beztu lnisfreyju þcssa lands, Ragnheiði Magnúsdóttur
frá Gilsbakka. Er mér cnn í minni, þegar þau opin-
beruðu trúlofun sina á fjölmcnnri skemmlisamkomu
á Hyanneyri fyrir hartnær 40 árum síðan, hve fögur
og samvalin mér virlust þau.
Þetta átti ekki að verða eftirmæli um Guðmund á
Hvitárbakka, en ég get ekki lálið lijá líða, að minnast
lians með örfáum orðum, þegar hann nú er horfinn