Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 50
48
BÚNAÐARRIT
aðarsamböndum nema hjá Búnaðarfclagi Vestfjarða.
Ég sá um áburðardreifingu og slátt á tilraununum á
eftirtöldum stöðum:
Skrauthólum, Kjalarnesi, Sauðafelli, Dalasýslu,
Innri-Fagradal, Dalasýslu, Núpi, Vestur-ísafjarðar-
sýslu, og Kjörseyri, Strandasýslu.
Á tveim stöðum var tilraununum hætt á árinu. Á
Rauðamýri, Nauteyrarhreppi, og Skrauthólum, Kjalar-
nesi. Á Rauðamýri var þeim hætt vegna þess að
spilda sú, sem var valin undir þær, reyndist mjög
óheppileg, allt of rök, og gróður svo misjafn, að aldrei
hefði verið liægt að fá nothæfar niðurstöður þaðan.
Á Skraulhólum hættum við þeim af öðrum or-
sökum.
Rétt þólti að staðsetja tilraunir á nýjum stað í
Norður-ísafjarðarsýslu og varð l'yrir valinu spilda
rétt innan við ísafjarðarkaupstað tilheyrandi Fagra-
hvammi í Eyrarhreppi.
Nýjar tilraunir voru einnig staðsettar i Birkihlið í
Skagafirði. En þar í sýslu voru engar dreifðar til-
raunir árið 1956. í áætluninni frá okkur var gert ráð
fyrir að þær yrðu settar á einn stað í sýslunni, en
vegna ýmissa mistaka fyrirfórst það. Þess vegna töld-
um við rétt að hefja tilraunir þarna síðastliðið vor.
Það er augljóst, að mjög er óheppilegt að bæta við
nýjum tilraunareitum eftir að byi’jað er á ákveðinni
tilraunaáætlun. Þess vegna ætti ávallt, þegar skipu-
leggja á drcifðar tilraunir, að liafa nægilegan undir-
hiiningslima, velja landsspildur fyrir þær að sumri
til, og hafa þær aðeiixs lijá þeim bændum, er liafa
verulegan áliuga fyrir lilraunuxn.
En þegar ákveðið var að hefjast handa í þessu efni
á vegum Búnaðai’félags Islands árið 1956, var allt of
stultur tími til stefnu til að fara af stað strax um
vorið, enda hcfur það komiö í ljós síðan, að ekki
hefur tekizt nægilega vel með val á mörgum tilrauna-