Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 61
BÚNAÐARRIT
59
á meðan hann dvaldist hér á landi, vil ég aðeins geta
þess, hvernig þeir fáu dagar, er hann dvaldist hér,
voru notaðir. Fyrstu 2 dagana eftir komuna vann Dr.
Hammond með Ólafi E. Stefánssyni og inér að því að
kynna sér stefnu okkar í búfjárræktinni og það fé-
lagsmálakerfi, sem unnið er eftir til eflingar þeiin
málum. Enn fremur flutti hann tvo fyrirlestra, sinn
hvorn daginn, í Háskóla Islands, að ósk Búnaðarfé-
lags íslands. Annar fyrirlesturinn var um frjósemi
nautgripa og sauðfjár frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði,
en hinn um lífeðlisfræði mjólkurmyndunar. Fyrirlestr-
ar þessir voru vcl sóttir, enda var svo til hagað, að þeir
voru fluttir samtímis því að lialdinn var hér í Reykja-
vík fundur í Félagi íslenzkra búfræðikandidata. Sömu-
leiðis var haldinn fundur í Dýralækafélagi Islands á
sama tíma. Þetta auðveldaði þessum hópum sérfræð-
iuga að sækja þessa ágætu fyrirlestra.
Að því búnu, þ. 2. september, fór Dr. Hammond
ásamt með okkur Ólafi E. Stefánssyni með bíl til
Akureyrar, til þess að sjá landið og búskapinn. Farið
var fyrst til Þingvalla um Uxahryggi að Hesli í Borg-
arfirði, og með í þeirri ferð voru einnig Pétur Gunn-
arsson, fóðurfræðingur, og Stefán Aðalsteinsson, bú-
fjárfræðingur. Á Hesti var fé smalað þennan dag og
lömb tekin frá í fitunartilraun á káli, höfrum og
vetrarrúgi og venjulegri nýrækt. Skoðaði Dr. Ham-
mond íeð, túnið og tilraunareitina og fylgdist með,
hvernig tilraunin var skipulögð. Hann skoðaði einnig
hvarvetna gróðurfarið bæði í hyggð og á heiðum, þar
sem farið var um. Frá Hesti var farið til Hvanneyrar
og skólabúið skoðað. Gist var í Borgarnesi, en næsta
dag farið lil Akureyrar með stuttum viðdvölum á
nokkrum stöðum, til þess að skoða nautgripi og ann-
að búfé með fram vegum og gróðurfar. Þriðja
daginn var farið um Eyjafjörðinn, húskaparslcilyrði
skoðuð og nautgripir á nokkrum bæjum. Enn fremur