Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 94
92
BÚNAÐARRIT
íslenzkra hesla, svo að þeir geti myndað fjölmennt og
sterkt félag í landinu, sem síðar krefst sama réttar
fyrir sig og sin hross og aðrir njóta. Þá munu einnig
koma þar fram ráðunautar, sérfræðingar í þessari
grein, sem munu hljóta sama rétt og hinir ráðunaut-
arnir. Barátta þessi er talsvert áherandi, en það er að-
eins til góðs fyrir okkur. Hún er i sjálfu sér mikil
auglýsing, gerir hestinn „spennandi" og hrærir liug
fólksins.
Sein dæmi um þessi átök vil ég geta liér sérstaks
atviks. Rikur landeigandi að nafni Cornelsen, var eini
þýzki eigandi íslenzks stóðs, sein hann og faðir hans
hafa átt og ræktað siðan skömmu cftir aldamót. 1
fyrstu scndingunni í haust var hann stærsti kaupand-
inn, féklc 6 merfolöld. Hann hefur verið mjög áhuga-
samur fyrir hvers konar áróðri fyrir íslenzku hrossin,
því að sá áróður jók eftirspurn eftir folöldum og
hrossum frá hpnum, sem haí'a hækkað í verði. Honum
leizt ekki á blikuna, þegar farið var í talsverðum mæli
að flytja frá íslandi folöld á sama verði og hann bauð
þau, því að Þjóðverjar vilja heldur innflutt en þýzk-
fætt folald af íslenzku kyni. Það undarlega skeði, að
nú gekk herra Cornelsen í lið með þýzku hestamönn-
unum, lagðist af afli gegn innflutningi folalda, liæddi
áróðurinn og sendi frá sér injög sérkennilegt bréf í
mörgum eintökum, og m. a. sendi liann það til islenzka
sendiherrans í Bonn. Hann sendi það siðan heim mcð
nokkrum ineðmæluin, sem ég tel í mesta máta hæpin.
Ég vil leggja á það áherzlu hér í starfsskýrslu minni
til Búnaðarþings, sem ég vænti að verði lesin af flest-
um þeim aðilum, sem um húskap fjalla, að um svona
málefni, markaðsöflun og baráttu uin aðild að heims-
markaðinum, verðum við íslendingar að standa saman
og styðja hver annan til hins ýtrasta. 1 dag vitum við
ekkert um, hvað bezt verður að selja á morgun. Hilt
mættum við vita, að afurðasala er enginn „hókus-