Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 101
BÚNAÐARRIT
99
forðagæzlumönnum, sem undir þeim starfa, svo og
stjórnum fóðurbirgðafélaganna cða formanna þeirra.
Þessum tveim aðilum, oddvitunum og formönnum
fóðurbirgðafclaganna, ber að lögum, að sjá um
hverjum í sínu umdæmi, að tit sé að haustnóttum
nægjanlegur fóðurforði, lil þess að öllu búfé sem sett
er á vetur, geti liðið vel, og Hði ekki af fóðurskorti,
né illri hirðingu.
Starf þeirra á að vera þetta: Láta búl'járeigendur
gcra samþykkt iim, hvað ætla skuli hverri skepnu
inikið vetrarfóður. Láta kjósa forðagæzlumann eða
menn, sem á hverju hausti fara um svæðið (hrepp-
inn eða bæina) og atbuga fóðurbirgðirnar og fjölda
þess búfénaðar er hver og einn ætlar sér að liafa á
fóðri, og áætla eftir því livort fóðrið sé nægjanlegt.
Að aflokinni skoðun fóðurbirgða og tölu búfjár hvers
eins, ber forðagæzlumanni að gefa oddvita (bæjar-
stjóra), þar sem ckki cr fóðurbirgðafélag, en formanni
þess þar sem þau eru, skýrslu um málið. Beri hún mcð
sér, að einhver búfjárcigandi hafi ekki nægar fóður-
birgðir, ber oddvita eða fóðurbirgðafélagsformanni,
að bæta úr því, annað hvort mcð því að tryggja við-
komanda viðbótarfóður eða sjá um, að hann lógi fleira,
svo ætla megi að fóðurforðinn endist því, sem eftir er
skilið og á vetur sett.
Skýrslur um fóðurforða og tölu búfjár livers ein-
staks búfjáreiganda ber síðan strax að skoðun lokinni
að senda Búnaðarfélagi Islands.
Skrifstofa Búnaðarfélags íslands hafði haustið
1956 sent til oddvita og formanna fóðurbirgðafélaga
eyðublöð um skoðun fóðurbirgða og ásetning, sem
áttu að endursendast Búnaðarfélagi Islands að skoðun
lokinni. Þegar ég tók við starfinu í febrúar 1957
voru komnar skýrslur frá allmörgum sveitarfélögum,
og sýndu þær yfirleitt sæmilegar fóðurbirgðir. Þó
voru noklcrir tæpir mcð fóður, enda báðu nokkrir ein-