Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 151
BÚNAÐARRIT
149
íslenzlcum eftirmönnum Guðmundar góða á Hólastóli
í kaþólskum sið þykir mér mest koma til Laurentiusar,
fyrir utan þann, sem kaþólsk trú stóð á enda með á
Islandi. Lagði Laurenlius noklcra stund á heilagt líf-
erni og var lærdómsmaður mikill. Skömmu eftir hann
kemur in langa röð erlendra biskupa, og voru flestir
þeirra norrænir menn, en nokkrir enskir. Stóð svo
allan seinna hluta 14. aldar, 15. öldina og fyrsta
fimmtung innar sextándu. — Vitað er um þrjá þessa
biskupa, að þeir komu í páfagarð og hafa þá kynnzt
þeirn siðum, er í þann tíma voru ríkjandi á Italíu,
þeirri undirhyggju og fláræði, sem varð svo mikið
vart í viðskiptum manna þar í landi og um alla Vestur-
og síðar Norður-Evrópu á inni svo kölluðu viðreisnar-
og síðar siðbyltingaöldum, þvi tímabili, sem kennt
er við endurfæðingu, fornmenntir og siðaskipti. Án
efa hafa fleiri Hólabiskupar en þeir þrír, er fóru á
suðurvegu á þessu tímaskeiði, kynnzt baráttusniði
því, er þá tíðkaðist í Evrópu. Nægir í því efni að vísa
til fjárdráttar inna síðustu norrænu biskupa á Hól-
um og ofbeldis þess, er þeir höfðu í frammi. Flaut
víða í kjölfar inna svonefndu viðreisnarmanna morð,
eiturbyrlanir, rán, fjárdráttur og frjálst ástafar — og
var — einkum á suðurvegum — löngum leyfilegt
talið þeim, er miklir voru fyrir sér. Réð víða meslu
auður, þróttur og ástir. Mátli um þessa höfðingja
segja, að þeir létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
— Kaþólska tímabilinu í sögu Hólabiskupsdæmis lauk
ineð píslarvottinum Jóni biskupi Arasyni. Hann er in
einstæða, íslenzka trúarhetja, sem stendur nær hjarta
Islendinga en allir þeir, er borið hafa biskupsnafn
hér á landi — og einkum Norðlendinga. Jón Arason
var bardagamaðurinn, sem þjóðarsálin íslenzka -—-
og sér í lagi in norðlenzka — skildi svo vel, með hans
miklu göllum og glæsilegustu kostum liðinna alda.
Hann varð átrúnaðargoð Islendinga í langri þjóðréttar-