Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 152
150
BÚNAÐARRIT
baxáttu þeirra við erlent ofurefli, þó að þjóðernis-
stefnu getunx vér ekki talað um á hans tíma í sama
skilningi og á vorura dögum. Vér þekkjum sjálfa oss
í þessari hetju, og þess vegna er hann svo hugstæður
oss. Hann lifir auk þess í oss. Vér getum ekki afneitað
honum, nema vér afneitum sjálfum oss, þar sem vér
erum hold af hans holdi og blóð af hans hlóði. Má telja
hann einn vorn inesta ættföður. — Hann er eini mað-
urinn á biskupsstóli á lslandi, er gefið hefur líf sitt
og blóð fyrir trú sína. Og enginn rnaður getur gefið
meira en Iíf sitt. Mér finnst Skálholt lækka, þegar
hann er höggvinn, og Hólar hækka. — Enn í dag blasa
við oss í landi þessu, bæði heima á Hólum og suður í
Reykjavík, inir beztu kirkjugripir, er dómkirkjan á
Hólum eignaðist og nú eru kunnir, þ. e. altarisbríkin
mikla og in fögru messuföt — auk þeirra inn mikli
gullkaleikur —. Allir eru þessir gripir gefnir al' Jóni
biskupi Arasyni. Það er því ekki að undra, þó að um
allt Island kveði löngum við það, sem nafni biskups-
ins síðar meir kvað: „Blessaður sé hann bisltup Jón,
bæði lífs og dauður." •— Meðal inna lútersku biskupa
gnæfir hæst lierra Guðbrandur Þorláksson, og má telja
hann vorn helzta kirkjuföður í nýjum sið. Það var
hvortt tveggja, að hann og niðjar hans tveir sátu að
stóli á Hólum nærri helming þess tima, er biskups-
stóljinn á Hólum var undir merki Lúters, og svo hitt,
að hann var slikur frömuður mennta, uppihaldsmaður
lúterskrar Guðs kristni i landinu og stórbortinna fram-
kvæmda, að enginn kemst þar til jafns við liann. Með
bókagerð sinni og skörungssskap um alla stjórn inn-
rælli hann landsmönnum inn nýja sið og gerði þá frá-
hverfa inu gamla súrdeigi. Hann gekk á hólm við
erfiðleikana og lélti ekki fyrr en hann liafði gel'ið Is-
lendingum „Guðs orð á lifandi tungu“, gefið oss skóla
við mikinn orðstír og margar bækur. Á hans dögum
hefst endurfæðing bókmennta vorra, og stendur hún