Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 243
BÚNAÐARRIT
241
gamlir. Þeir voru ekki þungir að meðaltali, sjá töflu
1, en margir prýðilega gerðir, og í því efni báru þeir
af hrútum i sýslunni vestan Skjálfandafljóts. Fyrstu
verðlaun lilutu 28 hrútar, sjá töflu A, en 12 voru
dæmdir ónothæfir. Af kollóttum hrútum, þriggja
vetra og eldri voru þessir beztir: Birgir Jóns í Yztafelli
frá Björgum, sonur Prúðs II, fjórir synir Finnsstaða-
kolls á Granastöðum, allir keyptir þaðan, þeir Fífill
Arngríms á Þóroddsstað, Skalli i Ártúni, Óðinn á
Rangá og Kolur á Nýpá. Birgir í Yztafelli bar af öllum
hrútum á sýningunni. Hann er djásn að gerð og holda-
fari. Synir Finnsstaðakolls, sem taldir eru hér að of-
an, eru allir prýðilegir að vænleika, holdafari og hrjóst-
kassabyggingu, cn sumir þeirra eru í háfættara lagi.
Finnnsstaðakollur, sem sumir kalla Hamar, eftir að
hann var seldur frá Finnsstöðum, var keyptur lamh
frá Hamri í Nauteyrarhreppi, hefur reynzt ágætlega til
kynbóta og sýnt mikla kynfestu.
Beztu hyrndu hrútarnir, þriggja vetra og eldri, voru
Svanur Þórhalls á Halldórsstöðum frá Hril'lu, albróðir
Titts þar og Blakkur Baldvins í Yztafelli frá Ártúni.
Af kollóttum tvævetlingum voru þessir heztir: Mörður
Friðgeirs á Þóroddsstað, frá Granastöðum, sem er
metfé að vænleika og gerð, Grani Þólialls á Halldórs-
stöðum líka frá Granastöðum og Prúður í Fellsseli,
frá Yztafelli, sonur Birgis. Hann er ágætlega holdgró-
inn, en háfættari en æskilegt er. Beztu hyrndu tvæ-
vetlingarnir voru Roði í Hriflu, sonur Titts, mjög
snotur, lágfættur og holdgróinn hrútur, Roði á Grana-
stöðum frá Geirbjarnarstöðum, fagur einstaklingur
og vel gerður og Prúður og Spakur á Nýpá, sem báðir
eru vel gerðir, en þó háfættari en skyldi.
Beztu velurgömlu hrútarnir voru Æsir á Þórodds-
stað, sonur Fífils þar, mctfé að gerð, en grófullaður,
og Glókollur í Yztafelli, sonur Birgis þar. Þeir eru
báðir mjög álitlegir.
16