Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 246
244
BÚNAÐARRIT
frá Litlu-Reykjum og Keilir Óskars í Reykjalilíð.
Fífill Ketils í Baldursheimi frá Undirvegg i Keldu-
hverfi bar af 6 vetra og eldri hrútum. Hann er metfé,
hvar sem á hann er litið. Beztu tvævetlingarnir voru
þessir: Bursti Sigurðar á Grænavatni, sonur Goða frá
Laxamýri, Slembir á Arnarvatni frá Geirastöðum,
Lubhi á Vindbelg, Veggur í Garði frá Undirvegg og
Þokki í Álftagerði frá Laxamýri, sonur Kóngs þar.
Þessir og fleiri' tvævetlingar eru allir prýðilega álit-
legir hrútar. Af veturgömlum hrútum báru þessir af:
Korgur Dagbjarls í Álftagerði, sonur Loga á Gaul-
löndum, Veggur á Kálfaströnd lrá Undirvegg, sonur
Fífils í Baldursheimi, Hnykill Sigurgeirs í Vogum frá
Reynihlíð og Fífill á Hofsstöðum.
Áhugi Mývetninga fyrir fjárræktinni er mikill, og
vona ég, að vel miði áfram kynbótunum, en mikið verk
cr þar óunnið enn til þess að fá féð virkilega nógu vel
vaxið og holdgróið, þótt nokkrir ágætir hrútar, sem
eru til í sveitinni, geti injög auðveldað það starf.
Rcijkdælahrcppur. Þar voru lialdnar 2 sýningar,
önnur í Reykjadal og hin í Laxárdal. Sýndir hrútar,
81 talsins, vógu til jafnaðar aðeins minna en jafn-
gamlir hrútar í sýslunni i heild, sjá töflu 1. Vetur-
gömlu hrútarnir voru um 10 kg þyngri en 1953, en
þeir fullorðnu aðeins 2 kg þyngri. Fyrstu verðlaun
hlutu 24 fullorðnir og 7 veturgamlir hrútar. í Reykja-
dal voru þessir hrútar beztir: Af þriggja Vetra og
eldri: Dalur á Hömrum frá Kvígindisdal, frábær ltind
og lýtalaus á vöxt og hold, en of grófullaður, Páfi í
Kvígindisdal frá Lundarbrekku, faðir Dals á Hömr-
um, frábær lcind á marga lund, en nokkuð farinn að
rýrna, og Ljómi og Geiri á Breiðamýri, báðir frá
Geirastöðum í Mývatnssveit. Beztu tvævetlingarnir
voru Freyr á Kárhóli frá Hóli í Kelduhverfi, Lundi á
Einarsstöðum frá Lundarbrekku og Gulur á Höskulds-
stöðum frá Fagranesi, allir mjög álitlegir. Af vetur-