Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 247
BÚNAÐARRIT
245
gömlum hrútum voru þessir taldir beztir: Bjartur Sig-
urðar á Öndólfsstöðum, Njóli á Breiðamýri og Freyr
í Pálmholti. I Laxárdal báru þessir hrútar af: Eiki í
Árhvammi frá Geirastöðum, Bætir á Birningsstöðum
og Smári í Árhvammi, háðir frá Hóli í Kelduhverfi. í
Reykdælahreppi eins og í öðrum hreppum sýslunnar
austan Skjálfandafljóts eru margir af beztu hrútunum
ættaðir úr Kelduhverl'i. Einnig eru margir góðir hrút-
ar ættaðir frá Geirastöðum í Mývatnssveit. Ættartala
I. verðlauna hrútanna í töflu A sýnir bezt, frá hvaða
hæjum hrútar reynast vel.
Aðaldælahreppur. Sýningin var prýðilega sótt, og
voru sýndir 93 hrútar, sem vógu til jafnaðar aðeins
meira en hrútar í sömu aldursflokkum í sýslunni í
lieild, sjá töflu 1, og um 8 kg meira en fyrir 4 árum.
Fyrstu verðlaun hlutu 33 hrútar, 28 fullorðnir og 5
veturgamlir. Beztu hrútarnir þriggja vetra og eldri
voru Birkir Kristjáns í Norður-Hlíð og Bliki Guð-
mundar í Grímshúsum, háðir frá Litla-Baklca í Keldu-
hverfi. Þeir eru báðir frábær djásn að gerð, i senn
klettþungir, lágfættir, þétthyggðir og holdgrónir, sjá
töflu A. Næslir þeim komu Þór Benedikts á Hjarðarbóli
frá Hafralæk, Langur Gests í Múla frá Litlu-Reykjum
og Hnokki á Hafralæk frá Klamhraseli, sem allir eru
prýðilegir hrútar. Af tvævetlingunum báru j)essir af:
Grettir á Hjarðarbóli frá Hraunkoti, Óðinn á Staðar-
hóli l'rá Hallgrími í Vogum og Freyr á Hvoli frá Kast-
hvammi, allir mjög álitlegir einstaklingar. Vetur-
gömlu hrútarnir, sem hlutu I. verðlaun, voru með
afbrigðum vænir, vógu að meðaltali 96.6 kg, en ekki
að sama skapi lýtalausir. Sá bezti var Surtur á Hjarð—
arbóli frá Laxamýri, tvilembingur undan Gullhúfu þar
og Þrilla frá Sallvík. Hann er rígvænn og þolslegur
ineð afbrigðum. Næslur honum stóðu Fifill Arnkels
i Hraunltoti, Fífill Benedikts í Garði og Hellir Skafta
i Garði. Sá síðastnefndi er frá Guðrúnu á Helluvaði og