Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 248
246
BÚNAÐARRIT
vó 112 kg og er því einhver þyngsti hrútur vetur-
gamall, sem ég hef séð, en hann er fullháfættur og
nokkuð grófur, en með afbrigðum hraustlegur.
Aðaldælir hafa gert mikið átalc i fjárrækt sinni síð-
ustu árin. Þeir hafa keypt marga ágæta hrúta úr
Kelduhverfi og víðar að, og ætti fé í sveitinni að taka
miklum framförum við þessar kynbætur.
Reykjahreppur. Sýndir voru aðeins 22 hrútar í
hreppnum, en vænir, einkum þeir fullorðnu. Fyrstu
verðlaun hlut 9 fullorðnir og 4 veturgamlir. Af tveggja
vetra lirútum voru þessir beztir: Spakur Jóns á Laxa-
mýri, sonur Goða þar og Gullhúfu, sem nú er þekktasta
kynbótaær landsins, Blakkur Vigfúsar á Laxamýri
frá Eyvindarstöðum í Kelduhverfi, Roði á Litlu-
Reykjum frá Helluvaði og Surlur Jóns á Laxamýri,
dóttursonur Gullhúfu. Kóngur á Reykjavöllum frá
Garði í Kelduhverfi, hét þar Fífill 10, bar af hrútum
eldri en tveggja vetra. Hann er jötunn vænn og harð-
holda. Beztu veturgömlu hrútarnir voru Hrafn í
Skörðum l'rá Laxamýri, albróðir Surts á Hjarðarbóli
í Aðaldal, og Veri á Laxamýri.
Húsavíkurkaupstaður. Þar voru sýndir 20 lirútar,
8 fullorðnir og 12 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu
100.1 kg, en þeir síðarnefndu 78.2 kg til jafnaðar. Sex
hrútar hlutu I. verðlaun. Kolur Páls Jónssonar frá
Grænavatni har af þeim. Hann er frá Undirvegg, sonur
Glóa þar. Kolur er frábær kind að vaxtaralagi og
holdafari. Hann er lágfættur með rétt setta fætur, frá-
bæra hringu og útlögur, herðar ágætar, stuttan og
sveran háls, breitt og holdgróið bak, holdmiklar malir
og hefur frábæra vöðvafyllingu í lærum. Helzt má að
honum finna, að fótleggir séu full grannir og mala-
hlutinn varla nógu langur. Kolur vó 119 kg og hafði
123 cm brjóstummál. Hann var sýndur með afkvæm-
um og vísast til umsagnar um þau í grein um af-
kvæma sýningar í þessum árgangi Búnaðarritsins.