Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 249
BÚNAÐARRIT
247
Þrír synir Kols, veturgamlir, voru sýndir á afkvæma-
sýningunni með öðrum afkvæmum hans, en voru
óheimtir, er hrútasýningin fór fram. Þeir voru allir
I. verðlauna verðir, og tveir þeirra líktust Kol mjög.
Eru þeir taldir með sýndum hrútum á Húsavík, þótt
ckki væru greidd verðlaun á þá.
Tjörneshreppur. Sýningin þar var frernur vel sótt.
Sýndir voru 45 hrútar. Voru þeir nokkru léttari en
lirútar í sýslunni í heild, einkum þeir veturgömlu, sjá
töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 13 hrútar, allir tveggja
vetra og eldri. Beztu tvævetlingarnir voru Kópur á
Héðinshöfða frá Undirvegg, mjög jafnvaxinn og hold-
góður einstaklingur, Páll á Máná frá Saltvík, einnig
mjög álitlegur hrútur og Reykur á Héðinshöfða frá
Garðari á Reykjavöllum. Af þriggja vetra og eldri hrút-
um voru þessir beztir: öngull í • Mýrarkoti, Glói í
Ytri-Tungu frá Grásíðu í Kelduhverfi og Kúðuson á
Héðinshöfða, allir snotrir og vel gerðir, en eklci at-
gerviskindur.
Þegar litið er yfir fjárræktina 1 Suður-Þingeyjar-
sýslu í heild, þá cru augljósar miklar framfarir síðan
1953, þótt fremur lítið hafi unnizt á í að l>æta vaxtar-
lag og holdafar fjárins í smnum hreppum sýslunnar.
Þess gætir því miður nokkuð í samtölum við hændur
i Suður-Þingeyjarsýslu, að sumir þeirra hafa ótrú á
vel vöxnu og holdgrónu l’é, en halda að farsælla muni
reynast að eiga gálgalegar, holdrýrar og glypjulegar
kindur, því að þær muni gefa meiri afurðir. Þetta
cr varasöm skoðun og leiðir skjótt til óheilla. Það
virðist ekkert því til fyrirsöðu, að hægt sé að sameina
i sama fjárstofni gott vaxtarlag og holdafar, mjólkur-
lagni, frjósemi, þol og nægan þunga. Þótt nefna megi
mörg dæmi um, að lélegar og illa gerðar ær hafi gefið
væna dilka, þá munu dæmin fleiri um, að slíkar ær