Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 250
248
BÚNAÐARRIT
gefi rýra dilka, en vænar og vel gerðar ær gefi aftur
á móti góða dilka. Við fjárval má aldrei einblína á
eitt atriði, en gleyma öðrum jafnmikilvægum. Það á
t. d. ekki að ala upp smælkis tvílembingsgimbrar,
vegna þess eins, að þær eru af frjósömu kyni, og slátra
öllum einlembingsgimbrum, iive vænar og vel gerðar
sem þær eru. Slíkt er of þjösnalegt fjárval. Það á að
velja líflömbin þannig að taka fyrst frá allar vænstu
tvílembingsgimbrarnar sér og allar vænstu cinlemb-
ingsgimbrarnar í annan stað og velja svo bezt vöxnu,
holdbeztu og ullarbeztu gimbrarnar úr báðum hópum
til ásetnings. Það er lítils virði að fá ána tvílembda, ef
hún mjólkar svo illa, að föll lambanna lenda í III.
gæðaflokki og vega cl' lil vill lítið meira samanlagt en
fall af góðum einlembingi.
Norður-Þingeyjarsýsla.
í sýslunni voru sýndir 376 hrútar, 267 fullorðnir og
109 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu 100.8 kg og þeir
veturgömlu 82.8 kg, og er það meiri meðalþungi hrúta
en í nokkurri annarri sýslu á landinu. Fyrslu verð-
laun hlutu 175 hrútar eða 46.5% af sýndum lirútum,
137 fullorðnir, sem vógu 104. 3 kg, og 38 veturgamlir,
sem vógu 88.6 kg að meðaltali. Tafla B sýnir nöfn,
þunga, mál og eigendur I. verðlauna hrúta í sýslunni.
Kelduneshreppur. Þar voru sýndir 88 hrútar, 69
fullorðnir og 19 veturgamlir. Þeir voru léttai'i til jafn-
aðar en lirútarnir í sýslunni í heild, einkum þeir vetur-
gömlu, sjá töflu 1. Hins vegar eru þeir margir prýði-
lega gerðir og að þvi leyti kostameiri en hrútar annars
staðar í sýslunni, að undanteknum Svalbarðshreppi.
Fyrstu verðlaun hlutu 47 lirútar, 40 fullorðnir og 7
veturgamlir, en aðeins 6 voru dæmdir ónothæfir. Beztu
hrútarnir, 3—5 vetra voru í lækkandi röð þessir:
Bjartur Sigvalda í Lyngási, djásn að vænleika og gerð,