Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 259
BÚNAÐARUIT
257
um, sonur Arnórs frá Arnórsstöðum, Jökull Jóseps í
Skógum, sonur Haka frá Holti, Fífill Stefáns Sveins-
sonar, Miðhúsum, Vopni Sigurjóns í Ytri-Hlíð, sonur
hrúts frá Holti, Blossi Sæmundar á Egilsstöðum frá
Hvammi í Þistilfirði, sonur Loga, Fífill Guðna á Há-
mundarstöðum, sonur Smára frá Hotli, Þokki Jóns i
Skógum, sonur Lúthers, Egill Friðriks í Ytri-Hlíð,
sonur Kubbs frá Arnórsstöðum, Lúther Jóseps í
Skógum, sonur Kúts frá Holti, Ljómi Þorsteins á Ytra-
Nýpi, sonur Smára frá Holti, og Sómi Friðriks í Ytri-
Hlíð, sonur Kols. Á héraðssýningunni hlutu Spakur
og Jökull I. heiðursverðlaun, Fífill í Miðhúsum,
Vopni, Blossi og Fífill á Hámundarstöðum I. verð-
laun A, en hinir I. verðlaun B.
Spakur er framúrskarandi holdakind, en vembdari
en æskilegt er, en það mun að einhverju leyti stafa
af því, að hann er kviðrifinn. Jökull cr einnig prýði-
legur einstaklingur, þungur, útlögugóður og hold-
mikill, en jaðrar við að vera of grófur. Hrútarnir, sem
hlutu I. verðlaun A, eru allir mjög kostamiklir ein-
staklingar. Fífill í Miðhúsum er þéttvaxinn, en hefur
tæplega nógu hörð læri. Blossi er glæsilegur hrútur,
en mætti vera þéttbyggðari. Fífil á Hámundarstöðum
vantar aðeins í afturbringu, en er prýðilega lioldgóður.
Hrútarnir, sem hlutu I. verðlaun B, eru allir kosta-
miklir einstaklingar. Þokki er þungur, holdgóður og
duglegur, Egill er þungur og mikill, en fullgrófur,
Lúther er kletlþungur, en of holdlítill á baki, vembdur
og of rauðgulur á ull, Ljómi er of herðahár, en vænn
og holdgóður. Sómi er mikill hrútur og hefur ágæt
mál, en skortir glæsileik.
Vopnfirðingar eiga nú mjög þunga hrúta og marga
ágætlega gerða, en þeir verða að varast að velja hrúta
of mikið eftir beinastærð. Bar noklcuð á því á sýn-
ingunum, að sumir hrútanna væru of beinaberir, þótt
17