Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 261
BÚNAÐARRIT
259
um. Af þeim hlaut aðeins einn I. heiðursverðlaun,
og var það Brúsi Jóns í Klausturseli frá Hákonarstöð-
um, sonur Brúsa þar frá Brú. Hann var jafnframt
talinn bezti tvævetri hrúturinn á héraðssýningunni.
Hann er metfé að allri gerð, lágfættur, litlögumikill,
jafnbola, holdmikill með afhrigðum, holdfastur og
sterkhyggður. Hefur hann til að bera flesta kosti gamla
Jökuldalsfjárins. Tveir hrútar hlutu I. verðlaun A,
þeir Bcli Jóhanns á Eiríksstöðum, sonur Fífils, og
Freyr Sigurjóns á sama bæ frá Arnórsstöðum, sonur
Kols þar. Bcli hefur feikna hrjóstummál og er jafn-
vaxinn og holdmikill. Freyr er óvenju bakbreiður og
sterkbyggður, en er grófur um herðar. Hrútarnir, sem
fengu I. verðlaun B, 5 að tölu, fara hér á eftir, og eru
helztu ágallar þeirra þessir: Iíútur Helga á Stuðla-
fossi frá Arnórsstöðum, sonur Ljóma þar, er ekki
nógu holdmikill, Freyr Skjaldar á Skjöldólfsstöðum
er duglegur, en í grófara lagi, Leistur Jóns í Klaustur-
seli er ekki nógu holdmikill í lærum, Þróttur Þórðar
á Hákonarstöðum og Hrotli Gunnlaugs á Eiriksstöð-
um eru báðir mjög vænir, en of grófbyggðir. Ástæða
er til að geta um tvo hrúta í Jökuldalshreppi, sem
ekki komu á héraðssýninguna, en voru e. t. v. betri en
lökustu hrútarnir, sem þangað t'óru. Það eru þeir
Ljómi Guðmundar í Víðidal frá Arnórsstöðum, sonur
Ljóma, og Holti Sigurðar á sama bæ, frá Holti í Þistil-
firði, sonur Loga 56, báðir veturgamlir. Þeir eru báðir
skínandi einstaklingar, lágfætlir, jafnvaxnir og hold-
miklir, en Ljómi mætli vera bakbreiðari.
Eins og tafla 1 og tafla C bera með sér, hlutu nú
óvenju margir hrútar á Jökuldal I. verðlaun. Er ein
ástæðan fyrir því sú, að hrútar þessir hafa verið bet-
ur aldir upp og náð meiri þroska en áður hefur verið.
En svo virðist einnig við nánari athugun á skýrslun-
um, að hrútar liafi verið vægar dæmdir í Jökuldals-
hreppi en annars staðar á sýningarsvæðinu s. 1. liaust.
L