Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 262
260
BÚNAÐARIUT
Er meiri hætta á, að slíkt komi fyrir, þegar hrútar
eru dæmdir á mörgum stöðum og í'áir í stað, heldur
en á stórum sýningum.
í haust bar of mikið á háfættum og grófbyggðum
hrútum á Jökuldal. Er slíkt óþarfi, því að hvergi ætli
að vera hægara að rækta lágfætt, hnellið og holdmikið
fé en þar. Nú eru hrútar þar yfirleitt orðnir það
þungir, að auðvelt ætti að vera um vik að sameina
vænleika og gott vaxtarlag. Ef Jökuldælingar vinna
markvisst að slíkum kynbótum, ættu þeir að hafa
alla möguleika á að hefja Jökuldalsféð til vegs á nýjan
leik.
Hlíðarhreppur. Sýningin var ágætlega sótt, sýndir
voru 57 hrútar, 47 fullorðnir, sem vógu 100.1 kg til
jafnaðar, og 10 veturgamlir, sem vógu 84.1 kg. Hrút-
arnir voru yfirleitt mjög álitlegir, einlcum þeir velur-
gömlu. Margt af hrútunum var að meira eða minna
leyli ættað úr Þistilfirði, og nokkrir voru ættaðir
af Jökuldal. Augljóst var af sýningunni, að áhugi fyrir
sauðfjárrækt er mikill í hreppnum og sú vinna, sem
lögð liefur verið í sauðfjárræktina hel'ur borið árangur.
Þistill Eiríks í Hlíðarhúsum frá Laxárdal í Þistilfirði
var mest áberandi af eldri hrútunum, hann er nú 5
vetra, ágætlega byggður og enn holdgróinn, þrátt fyrir
allliáan aldur. Fjórir synir hans voru sýndir og hlutu
3 þeirra I. verðlaun. Prúður, Sigurbjörns á Surts-
stöðum frá Eiríksstöðum á Jökuldal er afbragðs holda-
kind, lágfættur og þéttvaxinn. Bogi Ragnars á Foss-
völlum frá Holti í Þistilfirði er feikilega væn kind og
holdgóð, en lielzt til grófbyggður. Sama er að segja
um Gylli Hrafnkels á Hallgcirsstöðum, hann er af-
bragðs vænn en full grófur. Af tvævetlingunum voru
bezlir Prúður Ara á Hrafnabjörgum, Freyr Guðþórs
á Hnitbjörgum og Prúður Ragnars á Fossvöllum.
Þessir hrútar voru allir geðslegar kindur, en vantaði
þó glæsihrag. Efstur af veturgömlu hrútunum stóð