Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 267
BÚNAÐARRIT
265
haustið 1937. Fyrstu verðlaun hlutu nx'i 38 hrútar,
28 fullorðnir, sem vógu 104.0 kg að meðaltali, og
10 veturgamlir, sem vógu 82.8 kg, en 1937 lilaut
enginn hrútur I. verðlaun í hreppnum.
Á héraðssýninguna voru sendir 6 hrútar. Eftirtaldir
4 þeirra hlutu I. heiðursverðlaun: Lokkur Þorsteins
á Sandbrekku, sonur Haðar frá Holti, Börkur Hreins
á Sandbrekku frá Holti, sonur Iíraka, Þokki Magnúsar
í Jórvíkurhjáleigu frá Sandbrekku, sonur Prúðs frá
Geithellum, og Jökull Halldórs í Klúku frá Eiríks-
stöðum, sonur Fífils. Lokkur er framúrskarandi hold-
mikill á baki, mölum og í lærum, en hefur eltki nógu
sívalan brjóstkassa. Börkur er með afbrigðum sterk-
byggður, réttvaxinn og holdmikill, en er í háfættara
lagi og tæplega nógu holdmikill neðan til í lærum.
Þokki er djásn að gerð. Hann cr einn hinn allra jafn-
vaxnasti hrútur, sem ég hef noltkurn tíma séð hér á
landi. Bolurinn cr eins og sívalur trjábolur, örðulaus,
hvar sem á honum er tekið og hvergi hægt að finna
fyrir beini. Bringa mætti þó vera aðeins breiðari.
Því miður hefur Þokki aðeins of langan neðri skolt.
Jökull er metfé, lágfættur, jafnvaxinn og holdmikill.
Sverrir Einars á Hjaltastað, sonur Fants á Ársgríms-
stöðum, hlaut I. vcrðlaun A. Hann hefur framúrskar-
andi mala- og lærahold, en frambvgging mætti vera
betri. Njörður Guðjóns á Ásgrímsstöðum, sonur
Fants, hlaut I. verðlaun B. Hann er jafnvaxinn, en ekki
nógu holdmikill.
Það var ánægjulegt, hve beztu hrútarnir á sýning-
unni á Hjaltastað voru jafngóðir. Hilt var jafnleilt,
hve lélegustu hrútarnir þar voru afleitir. Er leitun á
jafnmiklum mun á beztu og lökustu hrútum á sömu
sýningu.
Á sýningunni 1953 var Fantur á Ásgrímsstöðum
talinn bera af hrútunum í hreppnum. Á sýninguna í
haust komu 19 synir hans, og hlutu 13 þeirra I. verð-