Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 275
BÚNAÐARRIT
273
Þá hlutu aðeins 2 hrútar I. verðlaun og vógu 80.0 kg
að meðaltali eða 27.6 kg minna en þeir 32 hrútar,
sem nú hlutu I. verðlaun. Veturgömlu hrútarnir 1937,
27 að tölu, vógu til jafnaðar 62.3 kg eða 19.5 kg minna
en jafnaldrar þeirra nú. Enginn þeirra hlaut þá I. verð-
laun, en nú hlutu 14 veturgamlir hrútar þá viðurkenn-
ingu, og vógu þeir 90.6 kg að meðaltali. Nú hlutu 9
hrútar veturgamlir engin verðlaun, og vógu þeir þó
11.1 kg meira lil jafnaðar en allir jafnaldrar þeirra
1937.
Nú eru í Breiðdal jafnglæsilegri hrútar en í öðrum
hrcppum sýslunnar og þótt víðar væri leitað. Sjö
beztu lirútarnir voru sendir á héraðssýninguna á Egils-
stöðum. Þeir voru þessir: Valur á Gilsárstekk, 1 vetra,
frá Eiríksstöðum á Jökuldal, Norðri, 4 vetra, á Gilsá,
frá Holti í Þistilfirði, sonur Loga þar, og Spakur og
Jökull á Gilsá, báðir synir Norðra, Logi i Ásgarði frá
Holti, Smári á Innri-Kleif, sonur Loga í Ásgarði, og
Njáll á Skarði. Sá síðastnefndi var sá eini af hrút-
unum, sem á héraðssýninguna fóru, sem var í báðar
ættir af Breiðdælskum stofni. Á héraðssýningunni
hlutu 4 þessara hrúta I. heiðursverðlaun: Norðri,
Spalcur, Njáll og Valur og hinir þrír I. verðlaun A.
Norðri var dæmdur bezti hrútur á héraðssýningunni.
Hann vó 130 kg, og er frábær kostakind, hvar sem á
hann er litið. Hann var sýndur með afkvæmuin og
lilaut I. verðlaun fyrir þau, sjá grein um afkvæmasýn-
ingar í þessum árg. Búnaðarritsins. Valur á Gilsár-
stekk var dæmdur hezti veturgamli hrúturinn á hér-
aðssýningunni og jafnframt þriðji bezti hrúturinn
á þeirri sýningu. Hann vó 104 kg, er metfé og með
allra lágfættustu hrútum. Hrútahópurinn úr Breiðdal
var dæmdur sá bezti lír einum hreppi í Múlasýslum.
Tilraun Breiðdælinga með kaup á fé til kynbóta úr
Þistilfirði hefur farið vel af stað, en enn er eklci fengin
18