Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 354
352
BÚNAÐARRIT
Inngangur.
Aukin áburðarnotkun og vinnsla óræktaðs lands
til grasræktar eða framleiðslu á höfrum til grænfóð-
urs og fóðurkáli hefur það í för með sér, að fram-
leiðsla á skepnufóðri eykst nú hröðum skrefum. Hin
geysivíðtæka landþurrkun, sem nú er unnið að, mun
innan fárra ára auka fóðurgildi gróðursins, og þegar
við það bætist, að landið er brotið, sáð í það og á borið,
þá stóreykst fóðuröflunin handa búfénu. Vandinn er að
ráða fram úr því, hvernig hin aukna fóðurframleiðsla
á láglendi verði bezt hagnýtt. Slcoðun mín er sú, að
hana eigi ekki einungis að nota til að framleiða meira
magn af þeim búfjárafurðum, dilkakjöli og mjólkur-
vörum, sem nú cru framleiddar, lieldur beri að hefja
framleiðslu þriðju vörutegundarinnar, nautakjöts.
Hér á eftir verður fyrst rætt nánar um það, á hvern
hátt megi hagnýta liina auknu fóðuröflun á komandi
árum til framleiðslu á dilkakjöti, mjólk og nautakjöti,
en síðan verður vikið að ræktunaraðferðum og nokkr-
um öðrum atriðum.
Sanðfé Framleiðsla búfjárafurða.
Ef hin aukna fóðurframleiðsla á láglendi verður
eingöngu hagnýtt á þann liátt að auka ærstofninn,
þá getur, einkum í sumum héruðum, orðið hætta á
ofbeit á afréttum og síðan jafnvel uppblæstri. Til að
auka þá framleiðslu, sem byggist á hagnýtingu af-
réttarlanda, er því vænlegra að auka frjósemi og
mjólkurlagni ánna fremur en fjölga þeim. Umbætur
þær, sem nú eru gerðar í jarðrækt, aulca ekki beitar-
þol afrétta, heldur aðeins láglendis, en nota má þær
á tvennan hátt til að létta af afréttum nolckrum hluta
af þeim fjárfjölda, sem þangað yrði annars rekinn,
ef ánum yrði fjölgað. I fyrsta lagi mætti hafa tví-