Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 359
BÚNAÐARRIT
357
háhn vantar til undirburðar. Kálfsveturinn þyrfti að
fóðra blendingana (sem þekkjast mundu á litnum),
bæði naut- og kvígukálfa, mun betur til þess, að bygg-
ing þeirra verði góð. Þetta ætti að vera hægt með því
að gefa þeim gott þurrhey, vothey og dálítið af fisk-
mjöli. Kálfar, sem náð hafa góðum þroska á fyrsta
vetri, ættu að þrífast vel á óræktuðu, framræstu landi
yfir sumarið. Við fitun blendinga ætti að vera bægt að
komast af með lélegra land fyrir kvígur en uxa.
Þar sem ýmsir þeirra nautgripasjúkdóma, sem eru
í öðrum löndum, eru alls ekki í nautgripum á Islandi,
þyrfti að gæta ýtrustu varúðar til að koma í veg fyrir,
að sjúkdómar bærust með nautgripum af holdakynj-
um, sem fluttir yrðu til landsins. Einnig væri ráðlegt
að gera fyrst tilraunir ineð kjötframleiðslu, áður en
hafizt yrði lianda með hana almennt.
Fyrsta atriðið, sein taka yrði ákvörðun um, er,
hvaða holdakyn væri bezt fallið til notkunar. Að minu
áliti eru Galloway og Hereford þau tvö kyn, sem væn-
legust eru til árangurs. (Ef tök eru á, ætti að nota
kollótta Hereford gripi, þvi að það er kostur, að naut-
gripir, sein fóðraðir eru í stíum yfir vetrartímann, séu
kollóttir.) Bæði þessi kvn hafa ákveðin litareinkenni,
sem lcoma fram á kálfunum. Hinn svarti litur Gallo-
way kynsins og hvítur baus á Hereford, eru ríkjandi
yfir öðrum litum og koma þannig í veg fyrir, að blend-
ingunum sá ruglað saman við mjólkurkúastofninn.
Bæði kynin liafa sterka beinabyggingu og mikil hold,
en íslenzku kýrnar skortir þetta hvort tveggja. Enn
fremur þrífast bæði kynin vel á graslendi, og bæði
þola vel kulda. Galloway þolir köld votviðri liklegast
betur, en vex aftur á móti ekki eins ört og fitnar
ekki alveg eins auðveldlega og Hcreford. Til að byrja
með niætti prófa bæði kynin með því að flylja inn
djúpfryst sæði og frjódæla ákveðinn hóp af kúm til
þess að fá úr því skorið, hvorir blendingarnir reynd-