Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 360
358
BÚNAÐARRIT
ust betur. Til að forðast, að sjúkdómar bærust til
landsins með sæðinu, væri hægt að geyma það í ein-
angrun í þrjá mánuði til að ganga úr skugga um, að
nautin, sem það er úr, hafi ekki verið sýkt, þegar
sæðistaka fór fram. Það ætti enn fremur að vera
áskilið, að sæðið skuli taka úr ungu nauti, sem aldrei
hefði nýtzt við kú, til að tryggja, að samræðissjúk-
dómar væru ekki fyrir licndi. Þegar málið væri komið
á þetla stig og ákvörðun hefði verið telcin um, hvaða
kyn ætti að velja, þá virðast tvær leiðir vera færar.
Önnur er sú að hreinrækta eina eða tvær hjarðir
holdanautgripa með því að frjódæla kýrnar i hverj-
um nýjum ættlið og á þann hátt mynda stofn af lireinu
holdakyni, sem sæi öðrum landshlutum fyrir nautum.
Hin leiðin væri að flytja til landsins með flugvélum
nýfædda nautkálfa og venja þá undir fóstrur, en
minni líkur eru fyrir því, að þeir bæru með sér sjúk-
dóma heldur en eldri gripir. Hvor leiðin, sem farin
yrði, þyrfti eitl eða tvö hrein holdakyn til að sjá sæð-
ingastöðvum fyrir nautum lil notkunar við einblend-
ingsræktun og Lil dreifingar í þau héruð, sem hafa
ekki afnot af sæðingastöðvum.
Þar sem gæði Galloway hlendinganna á húi Sand-
græðslunnar í Gunnarsholti eru allmikil (skrokkur
af tveggja vetra uxa, sem ég sá þar, mundi hafa flokk-
azt sem góður á Smithfield markaðinum i London,
eilítið lakari en argentínskt kjöt er að jafnaði, en hetra
en kjöt frá Ástralíu), þá mætti vel liefja nú þegar til-
raun með því að hera saman einhlendinga undan þeim
og íslenzkum kúm við íslenzka kynið og fá skorið úr
því, hvaða framleiðsluaðferðir eru vænlegastar. Slík
tilraun mundi ekki eingöngu leiða í ljós aukin kjöt-
gæði við blöndunina, heldur mundi hún jafnframt
veita aðstöðu til athugunar á því, hvernig hyggingum,
uppeldi og meðferð kálfa yrði bezt og haganlegast