Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 362
360
BUNAÐARRIT
uni systrahópum undan ólíkum nautum, eru einnig
mjög gagnlegar að því leyti, að þær leiða í ljós arf-
bundna byggingargalla svo sem nána hæklastöðu, veik-
byggða afturfætur og ónóga boldýpt, en nauðsynlegt
er, að þær kýr hafi mikið bolxými, sem verða að fá
rnestan hluta næringarefnanna úr þurrheyi og vot-
heyi fremur en kjarnfóðri.
Þar sem afkvæmarannsóknir á naulum eru kostn-
aðarsamar og milcilvægt er að komast að því eins fljótt
og unnt er, hvort nautin reynast vel eða illa, þá ætti
að nota fyrstu kvígurnar undan hverju nauti í af-
kvæmarannsóknir. Ef eldri naut eru afkvæmaprófuð,
kynnu þau að hafa valdið miklu tjóni, áður en niður-
stöður leiða í ljós, hve léleg þau eru, en sýni niður-
stöðurnar, að nautin séu góð, þá getur samt verið
takmarkað, hve lengi hægt er að nota þau áfram.
Við val ungra nauta í afkvæmarannsóknir virðist
bezt að velja þannig el'tir ætterni, að faðirinn sé álit-
legt, afkvæmaprófað naut og afurðaskýrslur yfir
móðurina sýni, að hún hafi enzt lengi og eignazt
góðar dætur, það er, að hún sé afkvæmaprófuð kýr.
Sæðingastöðvar, sem eiga góð, afkvæmaprófuð naut,
gætu valið úr ákveðnar kýr á bæjuxn á starfssvæði
sínu og sætt þær sérstaklega í þeim tilgangi að ala
undan þeiin nautkálfa.
Með tilliti til afkvæmarannsókna og úrvals eftir af-
urðum væri ávinningur að reikna mjólk og smjörfitu
úr hverri kú eftir mjólkurskeiðum fremur en í ársaf-
urðum. Úr því að fyrsta mjólkurskeiðið er mikilvægt
við að dæma uxn það eins fljótt og unnt er, hvernig
ákveðið naut reynist til kynbóta, þá ætli að vera auð-
velt, að því cr kynbótastarfseminni við kemur, að
leggja saman afurðir yfir hvert mjólkurskeið um leið
og ársskýrslur eru gerðar upp. Þegar afurðaskýrslur
yfir mjólkurskeið eru gerðar, er bezt að miða við